Bera virðingu fyrir sjálfum sér í hvaða kílóatölu sem er.
Byggja sig upp.
Ekki svelta sig niður.
Borða af sér kílóin og njóta.
Er hamingjan mæld í kílóum?
Góðan daginn.
Já það er þetta með vigtina .
Hvenær ætli maður væri alveg sáttur?
Ég er alveg komin með upp í kok af vigtinni :)
Og hamingjan er ekki mæld í kílóum.
Hamingjan skellur ekki á mann í vissri kílóatölu.
Ég var alltaf svo viss um að þeir sem svifu um í léttvigt væru sáttir
Þar væru hreinlega ekki vandamál að finna.
En lífið er víst ekkert þannig .
Við getum verið sátt og eigum að vera sátt með okkur í hvaða stærð sem er.
En til þess að líða vel og njóta lífsins er gott að lifa fallega .
Borða fallegan góðan heilbrigðan mat.
Hreinan mat :)
Hreyfa á sér rassinn og dansa léttara inn í lífið.
Sparka í vigtina sem ekkert gerir nema brjóta sjálfsmyndina.
Til þess að léttast þarf sálinni að líða vel.
Það er alveg eins og í svo mörgu.
Okkur líður ekki vel í holu og vöndum okkur ekki með lífið í svoleiðis ástandi.
Þess vegna að hlúa að sjálfri sér og hugsa um sem dýrmætan demant :)
Þá léttist sálin og kílóin fjúka.
Líkaminn byggir sig upp við átök í líkamsræktarsalnum og hvetur gleðina áfram.
Hreinn matur kemur líkamnum í betra form.
Þér líður betur andlega og líkamlega.
Þessu öllu má alls ekki fylgja nein megrun .
Heldur virðing fyrir sjálfum sér.
Bera virðingu fyrir sjálfum sér í hvaða kílóatölu sem er.
Byggja sig upp.
Ekki svelta sig niður.
Borða af sér kílóin og njóta.
Lífið er er núna ekki þegar að vigtin segir einhverja tölu sem þú hélst að springi út "glimmer spray og ragettur"
Algjörlega flottast að sætta sig við sitt eigið sjálft njóta og þá kemur þetta allt saman .
Eigið góðan dag.