Athugaðu hvort þú getir fengið aðstoð frá öðrum. Eru börn á heimilinu sem geta hjálpað til? Áttu ættingja eða vini í nágrenninu sem gætu aðstoðað þig?
Láttu aðra vita hverju þú þarft á að halda. Talaðu til dæmis við yfirmann þinn ef hann gerir óraunhæfar kröfur til þín. Þú þarft samt ekki að gefa honum úrslitakosti. Láttu hann einfaldlega vita hvað þú ert að berjast við. Kannski er hann fús til að létta álagið.
Skrifaðu niður hve mörgum verkefnum þú þarft að sinna á einni viku. Er hægt að biðja aðra um að sinna einhverjum þeirra?
Vertu skynsamur þegar þú færð heimboð og afþakkaðu kurteislega ef þú hefur ekki tíma eða krafta til að vera með öðrum.
MUNDU: Ef þú reynir að gera allt getur endað með því að þú kemur engu í verk!
Njótið dagsins
Birt í samstarfi við