Við hjá Lifðu til fulls erum alveg ótrúlega spennt yfir fréttunum sem við höfum að segja þér í dag.
Ef þú hefur verið með okkur í sykurlausri áskorun eða vilt einfaldlega auka orkuna, léttast og finna fyrir vellíðan í þínu skinni þá er þetta einmitt fyrir þig!
Við erum í fullum undirbúning að hefja þjálfun og alltaf þegar við byrjum með þjálfun gefum við eitthvað af því besta úr henni frítt, sem nokkurs konar sýnishorn úr þjálfuninni í takmarkaðan tíma!
Sumir halda að við séum klikkuð að gefa svona mikið af veglegu efni ókeypis en sannleikurinn er sá að ég vil ekki að þú byrjir eitthvað sem er ekki fyrir þig og mun ekki hjálpa þér!
Svo þetta er þitt tækifæri á að læra ókeypis og spurja mig út í efnið sem ég gef, segja mér frá þinni heilsu í beinu hópsímtali og sjá hvort að við getum hjálpað þér að léttari, orkumeiri og sáttari þér fyrir jólin 2014 með komandi þjálfun.
Að þessu sögðu er ég spennt að bjóða þér í ókeypis kennslu og spurt og svarað símtal með mér þann 11.nóvember sem heitir:
Endurheimtu Orkuna; Hollráð að aukinni orku, þyngdartapi, ungleika og útgeislun!
Þú getur farið hér til að skrá þig. Með því að koma á símtalið lærirðu praktískar og gagnlegar leiðir sem geta hjálpað þér að taka næsta skrefið fyrir þína heilsu hvort sem það er eftir 14 daga sykurlausu áskorunina eða ekki, fá líkama sem þú ert sátt við og fyllast að vellíðan fyrir jólin. Þú munt einnig taka með þér 1 dags matseðil sem inniheldur uppskriftir sem styðja við hámarksorku og þyngdartap!
Ef þú vilt vera með en kemst ekki 11.nóvember, skráðu þig samt þar sem við sendum þér upptökuna strax eftir á!
(ath: takmarkaður skráningafjöldi í símtalið, tryggðu þér stað hér)
Í miðjum undirbúning fyrir allt það sem við erum að fara setja af stað hitti ég kæra vínkonu og konu sem var í þjálfun hjá mér fyrir tveimur árum.
Við hlógum saman við að rifja upp allar þær mismunadi leiðir sem við báðar höfðum prófað í tilraun til að léttast.
En þessar “freistandi leiðir” til að léttast voru akkúrat þær sem héldu mér og konum hjá mér í þjálfun orkulausri, þrútinni, of þungri og ruglaði alla eðlilegu hormóna starfsemi líkama míns sem olli frekari heilsukvillum (þar sem eins og þú líklega veist eru hormón stærsti áhrifavaldur heilsu okkar og þyngdartaps!)
Það sem mig langar að deila með þér í dag er eitthvað sem getur trúlega stytt ferðalag þitt að þínum hugsjónar líkama.
Allir sekir vinsamlegast lyftið upp hönd. Þetta er allt í lagi við höfum flest reynt þetta einhverntíman yfir æviskeiðið.
Flest okkar hafa sleppt úr máltíð ef við erum að fara á jólahlaðborð, fínan veitingastað um kvöldið eða einfaldlega vegna þess að við vorum of upptekin yfir daginn.
Þó svo að hungurtilfinning sé mikilvæg þá er sannleikurinn sá að flestir sem borða færri en þrjár máltíðir á dag enda með að borða fleiri kalóríur yfir daginn en hinir og endar oft með því að neyta meira á kvöldin þegar melting okkar er hægari. Fleiri rannsóknir sýna nú að þeir sem borða morgunnmat eru léttari en þeir sem sleppa fyrstu máltíð dagsins.
Skilaboðin sem ég vil skilja eftir hjá þér eru þau að líkami þinn þarfnast eldsneytis yfir daginn svo ekki skammta eða svelta hann. Afleiðing þess að svelta sig eins og rannsóknir sýna okkur eru að líkaminn mun sækja í stærri skammta eða ofát seinna um daginn sem er ekkert betra.
Ég var í píanó tíma í síðustu viku og kennarinn minn, kær vínkona, spilaði fyrir okkur lag sem ég átti að fara læra. Eftir lagið spurði ég hana, „en tókum við þetta lag ekki áðan?” og benti henni á lagið í nótnalista mínum.
Hún hugsaði með sér og svarað svo “Jii Júlía ég er á svona kolvetnasnauðu mataræði núna og er búin að vera svo utan við mig, fyrirgefðu”
Þrátt fyrir að minnka kolvetni geti hjálpað með þyngdartap þá eru ekki öll kolvetni eins. Kolvetni eru einnig aðalorkugjafi líkamans og eitthvað sem hann þarfnast stöðugt!
Alveg eins og þegar við sveltum líkamann þá mun hann sækjast í fæðuna, það sama gerist þegar við sveltum okkur af einhverju eldsneyti eins og kolvetni, þá mun líkaminn sækjast í það og stundum í enn meira mæli.
Áhugaverð grein frá Asia Pacific Journal of Clinical Nutrition segir frá því að kolvetnasnautt mataræði hafði enga frekari kosti yfir hefðbundið vel samsett mataræði. Einnig kom fram að langtímasvelt af kolvetnum getur haft hættulegar aukaverkanir á líkama þinn, eins og hjartavandamál, beinþynning, auknar líkur á krabbameini, meiri þyngdaraukning og fleiri heilsuvandamál til lengri tíma litið.
Að borða flókin kolvetni, eins og sætar kartöflur og brún hrísgrjón getur hjálpað þér að léttast með því að gefa þér fyllingu og seddu lengur á meðan þú innbyrðir færri kalóríur.
Skilaboðin sem ég vil skilja eftir hjá þér eru þau að líkami þinn vill kolvetni, réttu kolvetnin og hann notar þau fyrir orku, heilbrigt taugakerfi og vellíðan. Alhliða jafnvægi í mataræði er hér lykilatriði.
Ef það væri til töfratafla sem við gætum öll tekið til að losna við öll heilsuvandamál okkar og öll aukakílóin, værum við öll þá ekki að taka hana?
Sannleikurinn er sá að heilbrigt og langvarandi þyngdartap tekur oftast meiri tíma og krefst stundum þolinmæðis og staðfestu frá þér í að taka góðar og heilsusamlegar ákvarðanir fyrir þig. Þú þarft að innleiða nýjan hugsunarhátt, vitund og skilning á þínum líkama og einstaklingsþarfir hans.
Aukalega við breyttar matarvenjur krefst langtímaávinningur þess að þú takir heildrænni nálgunog skoðir aðra hluti í lífinu þínu eins og hreyfing, heimilishald, stuðning og stress t.d því allt þetta þarf að vera í jafnvægi líka svo þú getur verið í jafnvægi.
Næst þegar þú sérð freistandi tilraun til að léttast, virtu hana fyrir þér, íhugaðu hvort hún sé bara enn einn kúrinn sem endar með að þú farir aftur í sama farið eða hvort hún skilji eftir langvarandi þyngdartap og hreysti.
Þú getur lært meira um ánægjulegt og langvarandi þyngdartap og heilsu í kennslusímtalinu sem ég er að halda hér
Ég veit og skil vel að skammtímalausnir virðast stundum vera freistandi, en til lengri tíma litið þá ertu betur sett án þeirra.
Skilaboðin sem ég vil skilja eftir hjá þér eru þau að hefja hugsun sem snýr að langvarandi þyngdartapi og hreysti. Afleiðing snöggra lausna eins og rannsóknir sýna geta oft leitt til alvarlega heilsufarsvandamála og meiri þyngdaraukningu eftir allt saman.
Þegar ég hitti vínkonu mína sem ég sagði þér frá bauð ég henni uppá „chia-prótein” stöng, uppskrift sem ég hafði ný verið búin að búa til. Eftir að hún smakkaði krafðist hún uppskriftar og spurðu mig “hversu margar svona má ég borða á dag?”
Erum við ekki svo oft svona eins og vínkona mín? við uppgötvum eitthvað nýtt og við borðum endalaust af því?
Þrátt fyrir að það hljómi voða vel að borða gómsætar próteinstangir allan daginn eða avócadó eftir að þú fyrst uppgötvaðir hvað þau eru góð er mikilvægt að huga að jafnvægi og neyta ekki of mikið af einni fæðutegund.
Ef við tökum ofneyslu á avocadó sem ýkt dæmi, þá sýnir rannsókn fram á að með ofneyslu á avocadó geti það leitt til óþægilega aukaverkana til heilsu okkar.
Það eru sumar fæðutegundir sem þú þarft að hafa varan á sem þú getur lesið meira til um hér, ég persónulega borðaði alltof mikið af hráu spínati og grænkáli og á sama tíma hafði ekki jafnvægi í mataræðinu sem varð til þess að ég upplifði vanvirkan skjaldkirtil (Sjá hér) Þú getur einnig lesið meira um grænkál og áhrif þess hér.
Ef við förum aftur í söguna með vínkonu mína og chia-prótein stöngina þá væri allt í lagi fyrir hana að neyta kannski örlítið meira af chia-prótein stöngum í viku án þess að þær komi í staðinn fyrir máltíðir.
Öll þurfum við fjölbreytileika og gott jafvægi af fæðu, vítamínum og steinefnum fyrir langtíma heilsu, orku og þyngdartap. Því heilsa í lagi og þyngd í lagi ganga hönd í hönd…
Skilaboðin sem ég vil skilja eftir hjá þér eru að jafnvægi í mataræði trompar hvern megrunarkúr. Íhugað mataræði sem styður við næringu, heilsu og vellíðan.
Endilega deildu svo greininni með kæri vínkonu ef þér fannst hún áhugaverð á facebook, því samhuga fólk stendur yfirleitt saman.
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi