Um einn þriðji af mannfjölda í Bandaríkjunum lýsir sér sem “mjög hamingjusömum” samkvæmt könnunum.
Rannsóknir sýna að um helmingur af hamingjunni ræðst af genum og um 40% ræðst af utanað komandi atvikum. Þú átt 12% sem eru eftir, hins vegar að þá eru það þær ákvarðanir sem við tökum sem ráða á milli hamingju og óhamingju.
Hamingjusamt fólk gerir sér grein fyrir þessu og vegna þessa, þá taka þau þessar 6 ákvarðanir daglega.
1. Þau velja að hreyfa sig
Það eru ansi margir sem eru alls ekki í góðu formi svo hvernig getur staðið á þessu? Útskýringin er sú að þú þarft ekki nema 7 mínútur af hreyfingu á dag ef þú ætlar að hreyfa þig í tengslum við hamingjuna.
Þessar 7 mínútur eru nóg til að losa um endorfín sem er þekkt sem hamingjuhormónið.
2. Þau velja að eyða tíma úti við
Það þarf ekki nema 20 mínútur úti við til að virkja hamingjuna. Og gott er að blanda þessu tvennu saman, hreyfing og útivist. Stuttur göngutúr í hádeginu sem dæmi. Við gerum okkur kannski ekki grein fyrir þessu, en hamingjusama fólkið sleppir ekki úr degi án smá útiveru.
3. Þau velja að einbeita sér að fjölskyldunni
Árið 2010 var gerð könnun í Bandaríkjunum og sögðu 1/3 af þeim sem spurðir voru hvað væri mest fullnægjandi í þeirra lífi og allir svöruðu, fjölskyldan. Ef þú átt í útistöðum við einhvern fjölskyldumeðlim, reyndu að ná sáttum. Hamingjusama fólkið eyðir alltaf tíma með fjölskyldunni á hverjum degi.
4. Þau velja að gefa sér tíma fyrir vinina
Vinirnir eru sú fjölskylda sem við veljum sjálf og það skiptir máli að eyða tíma með þeim daglega ef þú vilt auka á hamingjuna. Þó ekki nema smá innlit til vinar eða vinkonu, það getur gert gæfu muninn. Einnig stutt símtal, bara til að athuga hvernig gengur.
5. Þau velja að finna tilgang í sínu starfi
Að vera ánægður í starfi getur skipt sköpun þegar kemur að hamingjunni .
Hamingjusamt fólk hefur ekkert endilega fundið drauma starfið en það gerir það besta úr því sem það hefur.
6. Þau velja að fá nægan svefn
Staðreynd: Of lítill svefn getur gert lífið afar erfitt. Þú verður pirraður og dómgreindin verður ekki eins góð. Kynhvötin minnkar og allt þetta skiptir máli ef þú vilt vera hamingjusamur. Reyndu að ná 8 tíma svefni á hverri nóttu. Hamingjusama fólkið er alveg jafn upptekið og við hin en þau passa sig á því að taka tíma daglega í alla þessa 6 hluti sem ég hef talið upp hér.
Heimild: inc.com