Hér eru níu góð ráð sem fengin eru úr ýmsum áttum um hvernig við getum hjálpað til við að hlúa að hjartanu okkar og láta okkur líða betur.
Í Amerískri rannsókn komust vísindamenn að þeirri niðurstöðu að af þeim sem neyta mikillar mettaðrar fitu þá voru þeir sem neyttu mjólkurvara að minnsta kosti þrisvar sinnum á dag með mun lægri blóðþrýsting en þeir sem neyttu minni mjólkur.
Eins og allir vita getur hár blóðþrýstingur valdið skemmdum á æðakerfi líkamans sem á móti eykur hættuna á hjartaáföllum. Mjólk er semsagt góð.
Það eru til margar gerðir af líkamsrækt og öll heilsurækt er góð fyrir hjartað. Þrjátíu mínútna tai chi-tími getur einnig stuðlað að lækkun blóðþrýstings. Í einni rannsókn kom fram að þátttakendur í 12 vikna tai chi-námskeiði náðu að lækka blóðþrýsting sinn um allt að 16 stig. Tai chi byggir á hægum og slakandi hreyfingum og er gríðarlega vinsæl heilsurækt víða um heim. Aðalmálið er samt sem áður hreyfing, hvernig hreyfing er aukaatriði.
Fiskur er ekki bara góður fyrir heilann heldur er hann líka góður fyrir hjartað. Hár hvíldar púls getur gefið til kynna aukna hættu á hjartakvillum. Fiskát getur stuðlað að lægri hvíldarpúls og því minnkað hættuna á hjartaáföllum. Í rannsókn sem gerð var við Harvard háskóla kom það í ljós að fólk sem borðaði fisk fimm sinn um eða oftar í mánuði var að jafnaði með 3,2 færri slög á mínútu heldur en þeir sem boðuðu fisk einu sinni í viku. Vísindamennirnir í Harvard vilja eigna Omega-3 fitusýrunum í fiskinum en lax og túnfiskur eru t.d. með háir í Omega-3 fitusýrum. Lágur hvíldarpúls er talin hafa verndandi áhrif á hjartað.
Allir vita að ávextir eru hollir. Rannsóknir hafa sýnt fram á að safi úr granateplum getur komið veg fyrir hörðnun á kransæðunum og í sumum tilfellum jafnvel snúið við því ferli sem þegar er hafið. Í Amerískri rannsókn kom fram að þessi sami safi getur minnkað uppsöfnun kólesteróls í músum um 30 prósent. Einnig sýndu hjartafrumur sem fengu vænan slurk af safanum, 50 prósent aukningu á nítrus oxíði (nitric oxide) sem er efni sem berst gegn kölkun æða.
Smá sojasósa á hverjum degi getur gert góða hluti fyrir heilsuna. Sojasósa er sneisafull af andoxunarefnum og inniheldur 10 sinnum meira af þeim en vín gerir. Í rannsókn sem gerð var við háskólann í Singapúr þótti sannað að sojasósa geti dregið verulega úr fylgikvillum reykinga, offitu og sykursýki. Þó er rétt að vara við því að margar sojasósur hafa hátt salthlutfall sem rétt er að hafa í huga og því er mælt með að velja sér sojasósu sem hefur minna saltmagn.