Kannast einhver kona við þetta? Veikur karlmaður og hann er sennilega að deyja!
- Vælið
Miða við hvað þeir geta vælt mikið að þá mætti halda að þeir væru með Ebólu eða eitthvað enn verra. Þeir ligga í rúminu og bylta sér, kvarta og kveina yfir verkjum og eru pottþéttir á því að þetta sé þeirra síðasta.
- Breytast í smábörn
Já þið getið sko breyst í smábörn þegar þið eruð veikir. Þurfið að láta smyrja ofan í ykkur samlokur og helst skera skorpuna af. Spila tölvuleiki upp í rúmi og viljið stórt glas af djús til að hafa á náttborðinu.
- Að glápa á sápur
Að ligga fyrir og horfa á sápuóperur gerir ykkur ekki fríska. En samt er legið og drukkið vatn með verkjapillunum.
- Vilja að allt sé gert fyrir þá
Þó þetta sé ekki nema 24 tíma flensa að þá liggur við að þeir vilji fá bekkenn í rúmið til að pissa í því þeir halda að það verði þeirra dauði að fara framúr og á klósettið. Svo kemur: geturu lagað koddana mína, viltu búa til súpu, mig verkjar svo í liðamótin, viltu nuddað mig.
- Vilja mikla samúð
Ennþá veikur eftir 2 daga en samt þurfið þið að láta halda í hendina á ykkur og hughreysta ykkur ... þú ert ekki að deyja.. þetta lagast fljótlega.
- Það þurfa ALLIR að vita þegar þeir eru veikir
Símtal frá mömmu af því hann setti á Facebook: "ég er svo veikur heima". Allir þurfa að vita þegar karlmaður verður veikur.
- Reyna að fá konuna til við sig
Karlmenn skilja ekki alveg að við erum ekkert æstar í að hossast upp í pestarbælinu með honum og taka einn stuttan.
- Pissa út fyrir
Veikur karlmaður sem er örugglega að “deyja” hefur ekki tíma í að miða almennilega þegar hann pissar og pissar út um allt klósettið. Einnig ef það er gubbupest í gangi þá rétt ná þeir að kasta upp í klósettið en svo finnast þeir liggjandi á klósettgólfinu emjandi af sjálfsvorkun.
- Þeim er sama þó þeir smiti
Honum er sama þó hann smitið þig, hann þarf að láta hugsa um sig, mæla sig, kæla sig með þvottapoka og færa sér vatnsglas hvenær sem er á sólarhring.
Heimildir: cosmopolitan.com