Góðan daginn.
Sunnudagsmorgun og það er stormur. Þvílíkt kósý.
Elska að eiga þessa morgna með sjálfum mér.
Því hér á heimilinu sofa allir zzzz
Þá er ekkert betra en að knúsast með "voffa og tveimur kisum"
Fá sér góðan morgunverð.
Leggja fallega á borð fyrir sjálfan sig.
Finna til ólesið blað og fara yfir.
Þetta er best :)
Ný vika og ég hlakkar alltaf til að takast á við nýja viku.
Er að gera svo skemmtilega hluti þessa dagana og eitthvað alveg nýtt fyrir mér.
Ég er í tvíburamerkinu og það útskýrir sig sjálft.
Þarf alltaf að vera gera eitthvað spenandi annars fer mér að leiðast.
Námskeiðið "Kenndu mér að borða rétt og góðri heilsu halda létt"
er hálfnað og ég er alsæl með hve þetta hefur verið gaman.
Að breyta um mataræði er ekkert sem maður getur gefið stundartöflu á.
En það er hægt að breyta svo mikið af pínulitlum hlutum til að byrja með.
Þegar að maður byrjar svona nýjan lífsstíl er oft svolítil hætta á að fólk fari í smá sorg yfir því sem það verður að gefa upp í lífinu. En þetta er ekkert svoleiðis.
Trúið mér.
Allt sem maður VERÐUR að taka út og segja bless við.
Fyrir mig virkar það ekki þannig.
Heldur hægt og rólega að bæta hollum góðum hlutum inn.
Og hægt og rólega fara þessar slæmu venjur af sjálfum sér burtu.
Því þegar að þetta hreina góða fer að taka yfir og líkaminn svarar fyrir sig með betri líðan hættir maður að sækja í það sem er óhollt og fer illa í mann.
Ég er á fullu þessa dagana að gera matreiðslu hefti.
Þessi hefti sem eru á þessari mynd eru fyrir námskeiðin.
Og ég fæ endalausar fyrirspurnir hvenær heftin verða til sölu ?
Fljótlega gott fólk.
Við erum að gera stærri hefti og ég hlakka mikið til að sýna ykkur.
Þetta verða hefti með góðum mat.
Ekki neinn MEGRUNAR bæklingur hér á ferð.
Og ég set ekki upp matardagbók á hvað þú ÁTT að borða.
Hver og einn verður að finna sitt holla líf.
Það sem öðrum finnst gott þarf þér ekkert endilega að líka.
Og undir engum kringum stæðum borða mat sem þér þykir alls ekki góður af því að hann er svo "megrandi"
Sit uppi með eiginmann sem prufaði danska kúrinn og það rísa á honum öll hár ef salat er sett fyrir framan hann.
Við vorum kjánar þá sem prufuðum þann kúr og vissum ekkert betur en að setja heilu fjöllin af grænmeti fyrir framan okkur og borða.
Ég er mikið fyrir grænmeti svo lítið mál hér. En hann getur varla keyrt fram hjá gróðurhúsi í dag.
Svona lærir maður.
Í dag færi ég aðra leið á danska kúrnum.
Kann inn á grænmetið.
Veit hvernig að að gera súpur og sósur stútfulla af grænmeti sem engin fattar að sé nú eiginlega bara hollusta stútfullt af grænmeti.
Sá danski kenndi mér margt.
En myndin af þessari konu sem er að móta sjálfan sig.
Þetta er alveg ég.
Þegar að ég sá þessa mynd!
Bara varð að hafa hana með.
Jæja hér á bæ er unnið við "matreiðslu hefta gerð í dag"
Takk fyrir storminn því þá er maður bara inni og hefur það gott.
Búin að stimpla inn 5 daga í hörku hreyfingu þessa vikuna.
Svo ég á skilið kósý dag og nýt þess
Njótið dagsins.