Góðan daginn.
Hvað ætli ég sé oft spurð ???
"Hvernig nennuru að standa í þessu öllu" ???
Heila málið ég veit sko alveg hvað það er erfitt að vera tugum kílóum of þung.
Snúast í hringi og vita hreinlega ekki hvenær hægt er að stoppa og ná áttum.
Á ég að velja megrun?
6 vikna kjóla átak?
Vigta ofan í mig til eilífðar?
Fara á fundi og kalla mig offætu??
Sættast við ástandið og deyja drotni mínum úr offitu??
Það eru hinar ýmsu leiðir.
Og við erum svo allskonar að við hljótum að finna okkar leið
Og svona kona eins og ég sem hefur verið 50 kílóum of þung hefur prufað nærri flest í heimi hér til að vera "stína stöng"
Gengið hart að sjálfri mér.
En það koma tímar í lífinu þar sem einhvern vegin kviknar á ljósi :)
Og þess vegna skrifa ég hérna inn...
Það er engin ein leið.....heldur verður maður að finna hana hjá sjálfum sér.
Þessi leið sem ég fer er ekki sú eina rétta.
Heldur virkaði hún fyrir mig :)
Og með því að skrifa hér og gefa ykkur uppskriftir og ráð sem hafa hentað mér þótt ekki væri nema fyrir einn sem er ennþá að snúast í hringi og vantar að komast af hringeggjunni....þá er ég ánægð :)
Gerum okkar besta til að vera fyrirmyndir .
Allt er hægt :)
Eigið góðan dag .