Hér eru nokkur góð ráð sem gætu hjálpað þér.
Ertu sífellt að bylta þér og brölta fram úr þegar þú þarft að gista á hóteli ? Reyndu þessar einföldu lausnir frá Michael Breus PhD og höfundur bókarinnar Beauty Sleep.
Vandamál: Loftið er þungt, þurrt og stúfullt af einhverjum ilm.
Einföld lausn: Ef þú getur, opnaðu glugga – þú sefur betur í fersku lofti. En ef gluggarnir eru óopnanlegir settu þá viftu í gang á loftkælingunni um leið og þú kemur inn í herbergið. Bættu síðan við raka með því að láta renna sjóðheita sturtu í smá tíma og hafðu hurðina á baðherberginu opna.
Vandamál: Uhhh dýnan er of mjúk.
Einföld lausn: Þegar þú bókar herbergið vertu þá viss um að fá herbergi sem er með queen stærð af rúmi. Smærri dýnur eru yfirleitt stífari en þessar stærri eins og í t.d king size rúmum.
Ef þér finnst rúmið óþæginlegt þá skaltu ekki hika við að óska eftir öðru herbergi. Óskaðu eftir herbergi sem hefur nýlega verið breytt. Og afhverju, spyrð þú? Jú, í þeim herbergjum eru dýnurnar nýrri.
Vandamál: Veggir á hótelherbergjum geta verið mjög þunnir – þú heyrir gjörsamlega allt á milli herbergja.
Einföld lausn: Bókaðu herbegi sem er í horni á hærri hæð. Þá ertu fjær hávaða frá götunni og ert ekki með herbergi beggja vegna þíns herbergis. En ef þú endar svo í herbergi við hliðina á sjónvarpsglápara sem hefur hljóðið afar hátt þá er gott að hafa með sér græju sem gefur frá sér “white noise” eða eyrnatappa, nú eða þú getur sett Ipodinn í eyrun og sofnað út frá þinni tónlist.
Heimild: health.com