Lifðu augnablikið frekar og njóttu án þess að smella af.
Ástríða okkar á að skjalfesta allar stundir í lífinu er að skemma getu okkar til að muna þessi augnablik. Kaldhæðið ekki satt?
Að smella af í gríð og erg í stað þess að njóta augnabliksins og virkilega skoða það sem þú ert að horfa á í stað þess að horfa bara á það í gegnum linsu myndavélar eða smella af mynd með síma kemur í veg fyrir að þessar minningar setjist í minni okkar skv. nýrri könnun sem var útgefin í Psychological Science Journal.
Höfundur þessara könnunar, Linda Henkel frá Fairfield University kallar þetta "photo-takin impairment effect".
Hún útskýrir þetta nánar svona:
Þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru fengnir til þess að taka myndir af hlutum sem heild og þeir mundu eftir færri hlutum og smáatriðum af því sem þeir mynduðu.
Þannig að ef þig langar virkilega til að muna eftir t.d afmælisveislu en þú vilt endilega taka helling af myndum að þá er best að taka t.d nærmynd af afmælisbarninu blása á kertin á kökunni svo þú munir eftir því augnabliki.
Sem sagt, taktu nærmyndir en ekki mynd sem hefur of mikið af smáatriðum því þá mannstu augnablikið þegar þú hugsar til baka.
Heimildir: newsfeed.time.com