Fara í efni

ANNARS KONAR ÁRAMÓTAHEIT

Hvaða áramótaheit ætti ég að heita sjálfri/sjálfum mér? “Að léttast” hefur verið eitt algengasta áramótaheitið ár hvert.
Annars konar áramótaheit!
Annars konar áramótaheit!

Hvaða áramótaheit ætti ég að heita sjálfri/sjálfum mér?

“Að léttast” hefur verið eitt algengasta áramótaheitið ár hvert.

Þú hefur ábyggilega strengt þessi heit einu sinni eða tvisvar og til hamingju með það ef það tókst..… ó tókst þér það ekki?

Engar áhyggjur.  Flestum okkar tekst þetta ekki.

Áramótaheit eru heit okkar til okkar sjálfs og eru yfirleitt gerð í þeim tilgangi að bæta líf okkar og líða betur.

Góðu fréttirnar eru þessar að það að léttast er ekki eina lausnin sem stuðlar að betra lífi eða betri heilsu.  Fjölmargir þættir hafa áhrif á heilsu okkar og vellíðan allt frá því hvernig umhverfi við búum í og til þess hversu mikið við horfum á sjónvarp.

“Góð heilsa er þegar líkamlegi, andlegi, félagslegi eða umhverfislegi þátturinn í lífi okkar er í jafnvægi” sagði Dr. Amy Crawford-Faucher, heimilislæknir á læknamiðstöð háskóla Pittsburgh;  “Þegar fólk er staðráðið í að léttast  þá er það með öðrum orðum að segjast vilja líða betur og líta betur út”.

Prófaðu þetta árið að gera annars konar áramótaheit. 

Hér að neðan er listi yfir hugmyndir að áramótaheitum sem stuðla að heilbrigðu líferni og veita hamingju. 

Veldu eitthvað af þessum lista og semdu við sjálfa/n þig um að láta heitið um að léttast ekki vera aðal áramótaheitið  en að það megi fylgja með í kjölfarið af heilsusamlegum og skemmtilegum lífsstíl.

Útivera – Ferskt loft

Sá einfaldi hlutur að vera úti í náttúrunni getur hreinsað ofurfullan hug okkar.

Sjálfvirka taugakerfi okkar er alltaf virkt.  VIð finnum ekki endilega fyrir uppsafnaðri streitu sálf en líkami okkar verður alltaf var við hana.  Ferskt loft hreinsar hugann og hjálpar okkur að anda dýpra og hugsa skýrar.

Finndu stað sem höfðar til þín úti í náttúrunni.  Þetta getur verið staður úti í garðinum þínum, í almennings garið, niður við sjó eða í hálendi.  Finndu þinn stað sem á vel við þig og eyddu reglulega svolítilli stund á þessum stað þó ekki sé nema stutt í einu.

Gerðu næst ráð fyrir tíma úti á hverjum degi.  Legðu bílnum fjær vinnustaðnum, vaknaðu 15 mínútum fyrr en venjulega og skokkaðu í kringum nágrenni þitt  eða gerðu ráð fyrir tíma í hádeginu til þess að ganga úti í nokkrar mínútur.  Það mun koma þér á óvart hversu mikil áhrif regluleg útivera hefur á sálina.

Færðu þig frá sjónvarpstækinu

Rannsóknir hafa sýnt að börn sem horfa mikið á sjónvarp eru líklegri til þess að þyngjast, eiga erfiðara með svefn, með að einbeita sér og upplifa meiri kvíða og þunglyndi en önnur börn.  Hver segir að það virki ekki eins á fullorðna?

Veldu þér annars konar frístund, farðu fyrr í rúmið og lestu skemmtilega bók eða dundaðu þér með barninu/börnunum þínum (ef þú átt) við að læra eða mála/teikna og spjalla.

Sofðu meira

Ef þú vilt hafa sem minnst fyrir breytingum á heilsu þinn sofðu þá einfaldlega bara lengur.  Svefn hjálpar þér að brenna fitu, dregur úr streitu, bætir ofnæmiskerfið, skap þitt og andlega einbeitingu.

Eitt ráð er að bæta 15 mínútum við svefninn þinn smátt og smátt þar til þú nærð 8 tíma svefn.

Bættu einhverju við

Í stað þess að einblýna á það að losa sig við gos, sykur eða fitu frá daglegum matarvenjum, prófaðu að bæta við  ávöxtum, grænmeti, proteini og vatnsglösum.  Með tímanum tekur þú eftir því að minna pláss verður fyrir daglega óhollustu.

Á sama hátt gætir þú bætt við 15 mínútna hugleiðslu við tímann fyrir svefninn eða 15 mínútur af hlustun classískrar tónlistar eða tónlistar sem þú nýtur fyrir háttatímann.  Þetta gæti hjálpar þér að slaka á fyrir svefninn.

Bættu við tíma til skipulagningar á hverjum degi.  Bættu við bók fyrir fjármála skipulag á bókalistann þinn.

Hættu að “Multi-taska” ..gera mikið í einu

“Mindfulness” eða “Meðvitund” er eitt orð yfir það sem okkur skortir hvað mest  í dag að mati sálfræðinga, þ.e.a.s okkur skortir einbeitingu að hverju fyrir sig og þess að njóta verandi stundu. 

Sem dæmi má nefna máltíðir við sjónvarpið, fyrir framan tölvuna, á meðan við fáumst við símann, spjaldtölvuna  eða á meðan að við keyrum.

Rannsóknir sýna að fólk sem stundar “meðvitund” er yfirleitt léttara, minna stressað og brosir meira.

Prófaðu að njóta máltíðarinnar betur með því að gefa þér pásu í það bara að njóta bragðsins og næringarinnar á líðandi stundu.

Gefðu þér tíma til þess að anda

Hefur þú prófað djúpöndun?  Að anda það djúpt að þú finnir fyrir rifbeininunum  lyftast upp og brjóstkassanum þenjast út eða stækka?

Daglega öndum við stutt að og frá og erum þess vegna ekki að fyllnýta súrefnisrýmið sem öndunarvegur okkar býður uppá og efnaskiptin verða minni eða súrefnisflæðið um líkamann minna.  Of stutt öndun getur verið valdur af kvíða og hás blóðþrýstings.

Prófaðu að gefa þér tíma á hverjum degi í djúpa öndun.  10 djúpir andardrættir þar sem þú reynir að fylla öndunarveginn 100%  getur hjálpað.

Prófaðu eitthvað nýtt

Hefur þú prófað yoga í hita, spinning, zumba, útihlaup, afró-dans, ísskauta, klifur eða pílates.  Prófaðu þig áfram og gefðu öllu séns, þú gætir hitt á eitthvað sem virkar svo vel fyrir þig að þú verðir fyrir uppgötvaðri vellíðan sem þú hefur ekki fundið fyrir áður.  

Að uppgötva nýja ástríðu fyrir einhverju er gott fyrir heilsuna og ef ástríðan er matur prófaðu þá að fara á matreiðslunámskeið, það gæti leitt þig að betra mataræði ef þörf er á því.  Félagslegi þátturinn sem fylgir ástundun einhvers sem stuðlar að heilbrigði getur veitt þér enn meiri hamingju og hjálpað þér að halda inni nýrri heilsusamlegri venju.

Markmiðið á að vera að uppgötva sjálfan sig betur.  Finndu hluti sem fá þig til þess að brosa og færa líkama þínum heilbrigði.  Láttu áramótaheitið verða að langvarandi lífsstíl.

Vertu betri

Enginn er fullkominn.  En hvað ef þú ákveddir með sjálfri/um þér  á hverjum degi að vera aðeins betri?

Prófaðu í hádeginu í dag að velja frekar ávöxt heldur en þyngra meðlæti.  Í stað þess að skella þér fyrir framan sjónvarpið í kvöld prófaðu að gera yoga æfingar í 15 mínútur.  Í stað þess að leyfa krökkunum að spila tölvuleiki, farðu með þá út í almenningsgarð.  Ekki gera allt þetta á sama deginum en gerðu eitthvað eitt betur á hverjum degi.

Veldu þér þema

Shay Kostabi er kona sem vinnur við þjálfun og hennar áramótaheit síðustu ár hafa vakið athygli.  Hún velur sér ákveðið þema fyrir hver ár.  2011 valdi hún “authenticity”  (áreiðanleiki, trúverðugleiki eða það að vera sannur), 2012 valdi hún “clarity” eða skýrleiki; það að sjá hlutina í skýru ljósi.  Núna í ár er það “Maitri” sem er orð út Sanskrit og þýðir varkárni, ást og umhyggja gaganvart sjálfum sér.

Þessi grein er byggð á hugmyndum frá mismunandi fólki í störfum sem snúa að heilbrigðum lífsstíl.  Tekið saman af Jóhönnu Karlsdóttur. Yoga leiðbeinanda.

Gleðilegt Nýtt ár 2014!