Fara í efni

Borðar þú þegar þér líður illa?

Í dag er verið að hanna brjóstahaldara sem á að stoppa þig þegar löngun í "sukk" fæðið hellist yfir.
Að borða í vanlíðan....
Að borða í vanlíðan....

Í dag er verið að hanna brjóstahaldara sem á að stoppa þig þegar löngun í "sukk" fæðið hellist yfir.

Microsoft heldur greinilega að við getum ekki hamið okkur sjálfar. Ekki hanna þeir eitthvað samsvarandi fyrir karlmenn, sem er auðvitað mismunun.

en hmm... að borða í vanlíðan. Ég held að það sé frekar öruggt að þú, besta vinkona þín, systir þín, tengdó, já og bara allar sem þú þekkir hafa borðað í vanlíðan "emotional eating".

Hvort sem það var slæmur dagur í vinnunni eða leiðinlegt rifrildi við karlmanninn í lífi þínu að þá er þæginlegt að vita að þinn trausti "vinur" bíður eftir þér heima, já, ísskápurinn eða skápurinn sem er alltaf, að því er virðist, fullur af óhollustu.

Og spáðu í þessu: Microsoft er að aðstoða við þrónun á brjóstahaldara sem segir konum þegar þær eiga að hætta að borða...  og nei, ég er ekki að grínast!

Þetta á að virka svona: Brjóstahaldarinn er með EKG skynjara sem er staðsettur nálægt hjartanu. Í hvert sinn sem að skynjarinn les merki um stress þá sendir brjóstahaldarinn merki í gegnum app í símanum þínum (kallað EmoTree) og skilaboðin segja: Þú ert búin að borða nóg. (you may be at risk of overeating).

Ok, ætli ég sé að skilja þetta rétt: Brjóstahaldarinn sem sagt skynjar að þú sért að fríka út og troða í þig óhollustu?  Jaahérna, ég væri að fá skilaboð úr appinu allan daginn hugsa ég.

En á alvarlegri nótum, ég held að við konur skuldum okkur svo sannarlega að finna eitthvað annað en tækniundurs-brjóstahaldara til að hætta að troða í okkur mat þegar vanlíðan grípur.

En svona í alvörunni: Ef þú ert svona oft í vanlíðan að þú ræður ekki við þig og leggst í át og finnst að þú þurfir að fjárfesta í einhverskonar græju til að stoppa þig af að þá er þetta frekar alvarlegt ástand á þér. ( og okkur hinum líka).

Ég er með betra ráð. Talaðu við vinkonur þínar. Talaðu við vinnufélagana. Talaðu við einhvern sem hlustar. Það besta sem þú getur gert fyrir sjálfa þig þegar þér líður illa og ert í uppnámi er að tala út um tilfinningar þínar.

Auðvitað máttu einstaka sinnum fá þér ís og góðgæti. En trúðu mér, þessi ís mun bragðast miklu betur þegar þú ert búin að ræða ástæðuna fyrir því, afhverju þér finnst þú þurfa að borða þegar þér líður illa.

En Microsoft fær alveg 10 fyrir sköpunargleði.

Heimildir: thestir.cafemom.com