Breytingar geta verið erfiðar, sérstaklega þegar þú hangir í fortíðinni og ert afar óviss um framtíðina. Ef þú ert í miðjum breytingum getur verið erfitt að rata í gegnum nýtt svæði.
Hugurinn er kannski kominn inn í framtíðina en hjartað er enn að reyna að sleppa fortíðinni. Vertu góð við sjálfa þig þegar svona breytingar verða. Þeim mun meira sem þú ert VIÐVERANDI Í DAG, þeim mun auðveldara er að takast á við framtíðina sem bíður þín.
1. Er ég að hlaupa í burtu frá einhverju?
Spurðu sjálfa þig, er ég að hlaupast á brott frá einhverju eða að flýja aðstæður? Oft þegar aðstæður verða óbærilegar þá finnst okkur við oft vera föst upp við vegg. Eins og við séum í gildru, föst eða hálf lömuð. Stundum er þessi leit að breytingum eingöngu vegna þess að við erum örvæntingafull. Þess konar breytingar eru venjulega þær sem hræða mann og þær þyngja mann niður og draga úr allri orku. En þegar breytingar eru byggðar á innblástri þá er rólegt og auðvelt að framkvæma þær. Til að láta alvöru breytingar endast skaltu velja leiðina sem hvetur þig áfram. Þá líður þér afar vel með ákvörðunina.
2. Er ég að einblína á það sem ég vill eða er ég að sætta mig við eitthvað því ég á ekki betra skilið?
Of margir einblína á það sem við höldum að við getum fengið í stað þess að einbeita okkur að því sem við viljum. Ef þú vilt stöðuhækkun einbeittu þér þá að því að fá hana, í stað þess að hugsa um, hvað vill fyrirtækið gera fyrir mig.
ALDREI VÆNTA ÞESS VERSTA HELDUR PLANAÐU FYRIR ÞAÐ BESTA.
Allt of oft þá sættum við okkur við það næst besta. Við tökum ákvarðanir með tilliti til hræðslu fortíðarinnar og er það að koma í veg fyrir að við náum að lifa lífinu til fulls. Spurðu þig að þessu: Hvað vill ég fá út úr lífinu?
3. Er ég að hlusta á skoðanir annarra frekar en að hlusta á mínar eigin?
Það er í lagi að heyra skoðanir annarra en það er oft gáfulegt að hundsa þær. Þú veist best í þínu eigin hjarta hvað er best fyrir þig. Annað fólk hefur ekki þitt sjónarhorn á málinu. Flesti vilja hjálpa til, en þegar við förum að hlusta of mikið á aðra að þá drukkna oft okkar eigin sjónarhorn í kjölfarið. Spurðu þig spurningar sem þú myndir spyrja vin. Fyrsta svarið sem kemur í hugann er vanalega þín innri manneskja að segja þér að taka þá ákvörðun. Treystu þessari innri rödd. Spurðu svo sjálfa þig: Treysti ég mér? Taktu svo skrefin í áttina að heilbrigðu sambandi við þína innri rödd.
4. Er ég að halda í hluti sem ég gæti látið fara?
Ein af aukaverkunum þegar teknar eru ákvarðanir er varða lífsbreytingar eru vaxtaverkirnir. Allar breytingar þurfa að fá að vaxa, en ef við erum enn að halda í fortíðina þá verður vöxturinn enginn. Allar breytingar tákna nýjan kafla í lífinu. Ef þú ert að burðast með allskyns bagga að þá hefur þú ekki pláss til að taka á móti nýjum hlutum.
Notaðu tímann á meðan á þínum breytingum stendur og taktu til hjá þér. Hentu rusli, gefðu gömul föt, taktu til í tilfinningunum og hentu þessum gömlu. Taktu svo á móti nýju og spennandi lífi sem bíður þín rétt handan við hornið og er fullt af nýjum skemmtilegum möguleikum.
Heimildir: mindbodygreen.com