Það er okkur öllum mikilvægt að finna tilgang í lífinu. Hvert okkar þarf því að leita inn á við og spyrja krefjandi spurninga. Mörg okkar finna sig í festum vanans. Þar sem við höfum skapað okkar þægindaramma og jafnvel þó okkur leiðst hann þá viljum við sitja þar lengur en gott þykir. Þetta gerum við þar sem við bæði óttumst breytingar og erum fljót að skjóta sterkum rótum þar sem okkur líður vel.
Fritz Már er einn af þeim sem á fullorðins aldri umbreytti lífi sínu, fór frá því sem hann kunni best og ákvað að láta drauma sína rætast. Nú er hann annar tveggja sem bjóða sig fram til sóknarprest í Seljasókn í Breiðholti.
Af hverju Seljasókn?
„Ég á sterkar taugar til hverfisins foreldrar mínir hafa búið þar um árabil og ég því tíður gestur í hverfinu. Mér finnst líka vera tækifæri í sókninni til að blása til sóknar. Ég er sjálfur alinn upp í Árbæjarhverfinu og um margt eru þessi hverfi mjög lík ég hef einnig unnið í Árbæjarkirkju og tel að það myndi nýtast mér vel í starfinu í Seljakirkju. Ég tel að í Seljakirkju sé rými til að fylla allt af lífi, víkka dyrnar og lækka þröskulda þannig að fólk vilji virkilega eiga samfélag í kirkjunni. Samfélag þar sem allir eru velkomnir, þetta má gera með samstarfi við sem flesta, skátana, hjálpræðisherinn, KFUM & K, íþróttafélagið og í raun alla er keppa að jákvæðri uppbyggingu innan hverfisins. Það má halda námskeið, auka kennslu, vera með bænahópa, halda frjálsari samkomur og ýmislegt annað til þess að efla hverfisandann og auka lífið í kirkjunni.
Ólafur Jóhann Borgþórsson, eini mótframbjóðandi hans, starfar sem prestur í Seljakirkju, Fritz Már segir að vinni hann kosningarnar séu góðar líkur á að hann og Ólafur geti orðið gott teymi í kirkjunni enda er það svo að ef Fritz vinnur kosningarnar þá heldur Ólafur áfram sinni vinnu sem prestur í Seljakirkju.
Hver er maðurinn?
Fritz Már er fjölhæfur og reynslumikill maður, hann hefur skrifað greina og „íslenska krimma“, ritstýrt matreiðslubók með kokkalandsliðinu, haldið námskeið og unnið ötullega að því að hjálpa fólki að vinna úr erfiðum tilfinningum og við að byggja upp sjálfstraust sitt. Hann hefur unnið með geðfatlaða, verið leiðtogi í æskulýðsstarfi og stjórnandi í fyrirtækjum í upplýsingaiðnaði. Fritz Már hefur farið með hópa í göngur um fjöll Grikklands og unnið sem dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og meðal annars stjórnað matreiðsluþáttum á þeim vettvangi.
Hvernig guðfræðingur ert þú, eða öllu heldur hvernig prestur telur þú að þú verðir?
„Ég tel mig vera frjálslyndan Guðfræðing. Kærleikurinn er það sem allt gengur út á. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Við þurfum öll lausn í okkar líf og fyrir mig er sú lausn trúin á Jesú Krist ég er fyrst og fremst trúaður og mun leita Guðs í því sem ég fæst við. Það er mér afar mikilvægt að skoða hvort hegðun og framkvæmd í lífinu sé með hugarfari Jesú sem er mín helsta fyrirmynd. Fyrst og fremst er allt fólk dýrmæt sköpun Guðs og ætti því að geta notið sín og fundið sinn stað í kirkjunni í mér er mikil þrá eftir jafnrétti og ég veit ég mun beita mér til þess að ýta undir það í öllum aðstæðum.
Er eitthvað sem þú myndir vilja leggja áherslu á í þessu embætti?
Fyrst og fremst að opna dyr kirkjunnar upp á gátt. Allir þurfa gott aðgengi að kirkjunni og aðstoð Þar sem það á við. Í kirkjunni er allskyns félagastarf og fundir, slíkt vil ég styðja enn frekar. Ég tel að kirkjan rými námskeið og tómstundavinnu fyrir alla aldurshópa og sé fyrir mér að með slíku mætti ýta undir lífið og starfið í kirkjunni og fá þannig fleiri til að koma í kirkjuna okkar. Það væri yndislegt að bjóða upp á stutta samveru eina kvöldstund í viku þar sem söngur, lofgjörð og samvera væru í fyrirrúmi og sömuleiðis að leitast við að búa til pláss fyrir fleiri skemmtilegar og frjálslegar guðsþjónustur.
Ég hef áhuga á starfi eldri borgara í kirkjunni tel þá dýrmæta fyrir starf kirkjunnar. Ég hef einlæga löngun til að efla starfið í kirkjunna og sjá það blómstra. Kirkjan er miðstöð samveru í hverfinu því væri til dæmis gaman að hafa hádegissamkomu einu sinni í viku þar sem er stutt helgihald og síðan hádegismatur og samvera í kjölfarið. Ég tel möguleikana vera nánast óþrjótandi, félagsvist, brids, útsaumur, prjónakaffi og svona mætti halda áfram að telja. Mér finnst líka barnastarfið í kirkjunni vera ótrúlega dýrmætt. Að börn og unglingar geti notið sín á eigin forsendum og að þau gangi úr kirkjunni með góðar minningar og löngun til að koma aftur. Að börnin fái að vera frjáls og lifandi og að unglingarnir séu hvattir til að gera eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt að gera og áhugavert. Unglingar eru fullir orku og það heyrist í þeim og þannig á það líka að vera.
Ég tel að kirkjan í hverfinu eigi að vera miðstöð þeirra sem þar búa. Ég trúi því að kirkjan eigi að vera lifandi frjór vettvangur þar sem fólk getur sótt andlega næringu og góðan félagsskap á öllum tímum. Hlutverk fólks í kirkjunni er misjafnt og ekki eru allir jafn trúaðir en markmiðið er alltaf kærleiksríkur boðskapur Jesú Krists.
Svo vil ég auðvitað hvetja alla sem tilheyra sókninni að gera sér ferð í Seljakirkju til þess að kjósa. En kosning fer fram alla virka daga fram að kosningardegi frá kl. 17:00-19:00 og svo á kosningardaginn þann 16. Ágúst kl. 09:00-17:00.
Ef þú vilt frekari upplýsingar getur þú kynnt þér eftirfarandi síður:
Fritz í framboði til sóknarprests
Námskeið í Árbæjarkirkju