Ég er svo stolt í dag, ég er að springa!
Málið er að yfir 7000 manns tóku þátt í sykurlausu áskoruninni og þar á meðal mamma, tengarmamma, maðurinn minn og fleiri nærkomnir sem héldu sig alfarið við áskorunina!
Mér þykir fátt ánægjulegra en að heyra einhvern taka skref í átt að heilbrigðum lífsstíl, finna fyrir meiri vellíðan og sátt og finnast það auðvelt og ánægjulegt!
Ég er sannarlega í gjafmildu skapi og iða í sætinu af spenningi vegna ókeypis símtalinu sem ég er að halda í kvöld. Þar sem ég gef þér hollráð, 1 dags matseðil og fleira til að hjálpa þér að sjá skýrleika í næsta skrefi!
Ef þú ert ekki skráð, farðu hér til að tryggja þér sæti.
Ég hlakka til að heyra í þátttakendum og svara brennandi spurningum eins og…
-Hvað ætti ég að borða yfir daginn?
-Þarf ég að borða grænmetisfæðu til þess að léttast og auka orkuna?
-Hvernig ætti að skipuleggja mataræðið yfir daginn?
-Af hverju kemur þyngdin alltaf aftur eftir “megrun”?
-Ef ég er með vanvirkan skjaldkirtil, hvað í mataræðinu þarf að passa?
Þessar ásamt svipuðum spurningum mun ég svara í kvöld á ókeypis kennslusímtalinu!
Ef þú ert upptekin í kvöld sendum við upptökuna innan 24 klst til þeirra sem skrá sig, svo ég mæli eindregið með að þú skráir þig ef áhugi er fyrir umræðu kvöldsins ;)
Það sem ég kenni í kvöld er eitthvað sem ég og yfir hundruð kvenna hafa notað og nota enn í dag og eitthvað sem þú getur byrjað á til að auka orkuna, léttast ánægjulega og upplifað heilsu og útgeislun.
Við skráningu færðu strax aðgang af æfingu sem styður við heilbrigðan og sáttan líkama sem gott er að hafa útprentaða í kvöld svo tími okkar nýtist sem best. Í símtalinu færðu 1 dags matseðil með uppskriftum af morgunmat, hádegismat og kvöldmat sem styðja við orku, þyngdartap og útgeislun ásamt fullt af fróðleik!
Símtalið er ókeypis þar sem ég gef þér sýnishorn af því hvernig væntanleg jóla þjálfun okkar “Endurheimtu orkuna á 21 degi” er, svo þú getir betur séð hvort þjálfunin hentar þér eða ekki. Einnig tilkynni ég sérstaka bónusa í símtalinu með skráningu í þjálfun.
Símtalið verður klukkustund og fullt af visku og fróðleik. Undir lokin í símtalinu færðu tök á að spurja mig þína brennandi spurningu tengda heilsu þinni og þjálfuninni. Ef þjálfunin er ekki rétt fyrir þig, mun ég láta þig vita. Aftur á móti ef þjálfunin er rétt fyrir þig munum við fljótlega komast að því.
Farðu hér til að tryggja þér stað, því svona símtöl fyllast mjög fljótt og þátttaka er takmörkuð. Við opnum fyrir símtalið 19:10, 20 mín fyrir símtalið.
Hlakka til að “sjá” þig, þetta verður stuð!
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
P.s Kemstu ekki í kvöld kl 19:30? Skráðu þig og við sendum þér upptöku 24 klst eftir símtalið! Farðu hér til að tryggja þér upptökuna og sjá meira um hvað þú lærir í kvöld.
P.P.S Ertu með spurningu um væntanlega þjálfun og hvort hún sé rétt fyrir þig? Áframsendu spurningu þína á studningur@lifdutilfulls.is, og ég mun svara henni í kvöld.