Um daginn var ég að keyra frá Joylato ísbúðinni í 101 með vinkonu minni og hún sagði ,,Já veistu ég þarf bara að verða rosalega hörð við mig og fara að neita mér um ís, og hollan ís líka, til að komast lengra með heilsuna.”
Mig langaði mest að stoppa bílinn og slá hana utan undir! En ég ákvað að hlusta á hana og reyna að skilja hvaðan þetta væri að koma.
Því mínútum áður hafði ég hrósað henni fyrir hvað hún væri dugleg og að árangurinn væri farinn að sjást. Hún er nefnilega búin að léttast núna síðasta árið og var komin í þá þyngd sem hún var í áður en hún átti börnin sín þrjú! Ekki nóg með það heldur finnur hún allsherjar vellíðan í líkamanum, er nú laus við kvilla og meltingaróþægindi sem hún var farin að þróa með sér og er ekki lengur með stanslausu sykurþörfina!
En það merkilega er að hún náði þessum árangri EKKI með öfgum, boðum og bönnum, heldur breyttu mataræði og lífsstíl, m.a. með því að losa sig við sykurinn!
Ég spurði hana ,,Bíddu hvað ertu búin að vera gera til að koma þér þangað sem þú ert í dag? Ertu búin að vera beita öfgum?”
Hún sat ráðvillt og svaraði ,,Nei reyndar ekki..”
,,Svo af hverju fara í öfga, munt þú ekki bara springa á endanum? Og eftir allt munt þú hvort sem er ekki ná að breyta neinu varanlega.”
Hún var sammála þessu og ég fann sem betur fer að hugarfar hennar breyttist örlítið.
Því það að er alltof oft sem við höldum í gamlar hugmyndir sem eru hreinlega orðnar úreltar og gera okkur svo miklu erfiðara fyrir.
Enda er staðreyndin sú að 77% þeirra sem hefja megrunarkúr og beita öfgum þyngjast aftur eftir fyrstu vikuna og 36% þeirra sem fara í megrunarkúr þyngjast um meira en þau gerðu áður en þau fóru í megrunarkúr! Skammtímalausnir og öfgar eru hreinlega lélegar!
Ef þú ert að beita öfgum í mataræðinu, spurðu sjálfa þig þá að þessu:
1. Er maturinn sem ég er að borða í dag sá sami og ég myndi vilja halda áfram að borða þegar ég er orðin sjötug?
Ef svarið er já ertu að taka lífsstílsval. Ef svarið er nei er þetta líklega mataræði sem þú munt þá gefast uppá og hægt og bítandi detta aftur í sömu venjurnar. Spyrðu þig svo:
2. Hvar gætir þú verið að flækja hlutina í breyttu mataræði og hvað þarf til að öðlast heilbrigðan lífsstíl?
Notaðu þessa æfingu til að spyrja sjálfa þig hvort þú hafir hollar eða óhollar venjur í tengslum við mataræðið í dag.
Ef þú óviss með svarið við þessari síðari spurningu, ekki örvænta það eru enn laus pláss á ókeypis net fyrirlesturinn ,,3 skref til að losna úr vítahring sykurs, tvöfalda orkuna og auka brennslu á náttúrulegan hátt” hjá mér á morgun þar sem ég mun fara yfir 3 skref til að finna jafnvægi í lífstíll sem þú getur haldið við!
Þetta eru m.a þau skref sem ég hjálpaði vinkonu minni með til að losna undan sykurlöngu, fá meiri orku og þrek og léttast á heilbrigðan hátt!
Það fer allt að fyllast svo tryggðu þér stað sem fyrst með því að smella hér!
Með skráningu færðu sent próf sem tekur mið á stöðu heilsunnar, ráðleggingar um fæðutegundir og uppskrift. Ég mun að auki segja frá námskeiði mínu Frískari og orkumeiri á 30 dögum.
Endilega deildu á facebook til vinkonu þinnar sem hefur prófað megrunarkúr!
Heilsa og hamingja,