Ég á mér uppáhalds efni í hárið og mér finnst að allur heimurinn þurfi að vita af því. Það er nokkuð óvenjulegt en er algjört töfraefni fyrir hárið. Þetta uppáhald mitt er eplaedik og það er mest notaða efnið á stofunni minni.
Ég á mér uppáhalds efni í hárið og mér finnst að allur heimurinn þurfi að vita af því. Það er nokkuð óvenjulegt en er algjört töfraefni fyrir hárið. Þetta uppáhald mitt er eplaedik og það er mest notaða efnið á stofunni minni.
Eins furðulega og þetta hljómar þá er alveg frábært að nota eplaedik í hárið. Eplaedikið gefur hárinu fallegan glans og fjarlægir óhreinindi sem hafa safnast upp í hárinu einnig jafnar pH gildi hársins og hársvarðarins svo oft er það hjálplegt við hársvarðarvandamálum.
Svona farið þið að:
1. Þvoið hárið með sjampói og skolið vel úr.
2. Blandið um það bil 20 ml af lífrænu eplaedik í 60 ml vatns og hellið yfir hárið. Nuddið til að þetta dreifist vel.
3. Bíðið í 3-5 mín.
4. Skolið vel.
5. Setjið næringu og skolið.
Flóknara er þetta ekki og ég hvet alla til að prufa. Þeir sem ekki nota sjampó eða næringu geta alveg notað eplaedikið, sleppa þá bara skrefi 1 og 5.
Eplaedikið gerir hárið brakandi hreint og stíft svo ef ekki er sett næring verður hárið stíft, þá er hægt að setja örlitla olíu í staðinn (til dæmis hreina argan olíu, ég mæli með að hún sé ekki silicon blönduð) ef verið er að sækjast eftir mýkt.
Unnur Rán Reynisdóttir hársnyrtimeistari