Er erfitt að vakna á morgnana þegar það er skóli, ertu að dotta í tímum, liggur þú uppí rúmi allar helgar í leti….
Er erfitt að vakna á morgnana þegar það er skóli, ertu að dotta í tímum, liggur þú uppí rúmi allar helgar í leti….
Það má fyrirgefa þeim sem að hugsa, eru unglingar að sofa þennan tíma í lífinu í burtu.
Staðreyndin er sú að unglingar í dag eru að sofa enn minna en þeir gerðu áður fyrr. Og þetta er áhyggju efni, segja sérfræðingar í svefnvenjum. Það eru nefnilega tengls milli lítils svefns og slysa og einnig offitu og hjartasjúkdóma.
Lífeðlisfræðilegar breytingar, félagslegur þrýstingur og aðrir þættir eins og sjónvarpsgláp og tölvuleikir í svefnherberginu gera það að verkum að unglingar fara allt of seint að sofa og eru því oft skapvondir.
Of lítill svefn kemur niður á náminu og gerir þeim erfitt að fylgjast vel með í tímum, þetta kemur svo niður á einkunum þeirra.
Svefnþjófur unglinga
Svefnvenjum okkar er stjórnað af ljósi og hormónum. Þegar það dimmir á kvöldin framleiðum við efni sem kallast melatonin sem sendir skilaboð til heila um að það sé kominn tími á svefn.
“Vandamálið er að samfélagið hefur breyst” segir Dr. Paul Gringras, barnalæknir og framkvæmdastjóri hjá Evalina Paediatric Sleep Disorder Service á Guy´s and St Thomas spítalanum í London.
“Ljós truflar svefnmynstrið. Upplýst herbergi, sjónvarpið, tölvuleikir og laptopinn gefa öll frá sér ljós sem að stöðvar náttúrulega framleiðslu á melatonin”.
Annað sem truflar eru farsímarnir og endalausar sendingar á skilaboðum sem að unglingar eru að nota seint á kvöldin. Allt þetta ruglar svefnmynstrið og gerir það að verkum að unglingar fara allt of seint að sofa.
“Þetta væri auðvitað ekkert vandamál ef unglingar þyrftu ekki að fara á fætur eldsnemma til að mæta í skólann” segir Dr. Gringras.
“Að þurfa að vakna snemma þýðir að unglingar ná ekki 8 til 9 klukkutímum í svefn yfir nóttina. Og útkoman er, úrillur unglingur”
Áhrif líkamsklukkunar á svefn
“Að ætla að vinna upp svefn um helgar er slæmt. Að vaka lengi frameftir og sofa fram yfir hádegi ruglar líkamsklukkuna enn frekar” segir Dr. Gringras.
Í alvarlegum tilvikum að þá getur líkamsklukka hjá einstaklingi breyst miðað við alla aðra sem orsakar þá það að viðkomandi getur ekki sofnað fyrr en afar seint á nóttunni. Þetta er kallað “delayed sleep phase syndrome”. Líðan er eins og eftir langt flug þar sem tíma mismunur ruglar líkamsklukkuna.
“Stundum er gefin lítill skammtur af melatonin á kvöldin, um klukkutíma fyrir svefn” segir Dr. Gringras. “Yfir langan tíma að þá getur þetta hjálpað líkamsklukkunni að rétta sig af”.
“Og munið þetta, sama hversu þreyttur unglingur er um helgar, ekki leyfa þeim að sofa of lengi”. Unglingar þurfa dagsljósið og útiveru.
Að fá hjálp við svefnvandamálum
Það er hægt að gera ýmislegt til að hjálpa með svefnvandamál. Talaðu við lækninn þinn og fáðu ráð.
Heimildir: nhs.uk