Tiltölulega lágt hlutfall hjartasjúkdóma í Frakklandi, þrátt fyrir mataræði sem innihélt mikið af smjöri og osti varð þekkt sem franska þversögnin. Sumir sérfræðingar hafa haldið því fram að rauðvínið geri gæfumuninn, eitthvað sem víniðnaðurinn hefur dásamað og ýtt hjartanlega undir. En það er miklu meira en bara rauðvínið sem sem er ástæða Frönsku þversagnarinnar.
Mataræði og lífsstíl í ákveðnum hlutum Frakklands, sérstaklega í suðri, eiga margt sameiginlegt með öðrum Miðjarðarhafslöndum, og það er líklegt að sú staðreynd hafi mikið með tíðni hjartasjúkdóma að gera á þeim svæðum. Andrúmsloftið er afslappað og máltíðirnar eru nýttar til samneytis við vini og fjölskyldu, eitthvað sem margir Íslendingar gætu tileinkað sér í ríkara mæli.
Sumar rannsóknir hafa bent til að rautt vín – sérstaklega þegar þess er neytt með mat – bjóði upp á meiri ávinning fyrir hjartað en bjór eða annað alkahól, Þetta eru rannsóknir á alþjóðlegum samanburði sem sýna lægri tíðni kransæðasjúkdóma í „víndrykkju löndum“ en í löndum þar sem neysla á bjór eða sterku víni er almennari.
Það getur verið að rauðvín innihaldi fleiri mismunandi efni til viðbótar við alkahól sem gæti komið í veg fyrir blóðtappa, slakað á æðaveggjum og komið í veg fyrir oxun á lípóprótíni (LDL, „vonda“ kólesterólið), sem talið er lykillinn að fyrstu skrefum í myndun kólesteról skella í æðaveggjum.
Í rauninni virðist val á drykkjum hafa lítinn ávinning fyrir hjarta og æðasjúkdóma, og þó. Skýrsla um eftirfylgnirannsókn frá heilbrigðisstarfsfólki til dæmis, þar sem rannsakaðar voru drykkjuvenjur . . . LESA MEIRA