Ég vona að dagurinn sé þér góður. Það er svo mikið undir okkur sjálfum komið hvernig dagur okkar verður, meira en við viljum stundum viðurkenna. Það er allt of auðvelt að finna blóraböggul ef allt fer í steik
Ég vona að dagurinn sé þér góður.
Það er svo mikið undir okkur sjálfum komið hvernig dagur okkar verður, meira en við viljum stundum viðurkenna. Það er allt of auðvelt að finna blóraböggul ef allt fer í steik.
En einn af þeim þáttum sem við getum haft bein áhrif á, getum hreinlega ekki skorast undan ábyrgð okkar, er það sem við borðum og hvað við hreyfum okkur mikið, nú eða lítið ef því er að skipta.
Við höfum öll okkar venjur og aðferðir í daglega lífinu, hvernig við tæklum hlutina. Höfum fundið út að þetta henti okkur bara ágætlega, nú eða hitt. En það er dálítið málið; við erum svo ótrúlega föst í ýmis konar hjólförum, stórum og smáum. Ef við skoðum líf okkar nánar þá erum við vaninn einn. Það er vissulega þægilegt og sparar tíma. Og innkaup auðvitað. Ef við værum til dæmis sífellt að breyta um mataræði eða fara í nýjar og nýjar búðir yrði það dýrt. Það er tímasparnaður að ganga að hlutum nánast sjálfkrafa eins og við gerum við innkaupin. Förum sama hringinn. Sama rútínan dag eftir dag.
En því ekki að breyta til? Hrista aðeins upp í okkur? Bara rólega, smátt og smátt. Alveg eins og við færum til húsgögn eða málum veggi í nýjum litum er gaman að borða eitthvað nýtt, prófa nýja rétti eða ávexti sem maður hefur ekki smakkað áður. Byrja að hreyfa sig á annan hátt; hjóla, ganga, synda. Eða gera eitthvað allt annað. Nota skilningarvitin, vekja upp bragðlauka sem hafa sofnað af of litlu áreiti á lífins göngu. Hreyfa vöðva sem lengi hafa ekki verið spurðir álits. Virkja gleðina sem býr í hverri frumu. Það er áskorun en skemmtileg áskorun.
Ég er ein af þeim sem hef yfirleitt haft meira en nóg á minni könnu og gengið á sjálfstýringunni. Oft á tíðum, því það er svo þægilegt og sparar tíma.
En þar sem ég er nýskriðin eða svo yfir fimmtíu ára víglínuna þá fer hugarfarið aðeins að breytast, hjá mér að minnsta kosti. Loks er ég farin að sjá að ég lifi ekki endalaust. Þó ég vilji það helst. Foreldrar margra á mínum aldri eru komnir af léttasta skeiði, sumir látnir, enn aðrir veikir en sem betur fer þó nokkrir sprækir. Vinir hafa veikst, margir af erfiðum sjúkdómum.
Við erum sem sagt rækilega minnt á að við lifum ekki endalaust. Þó við gjarnan viljum. Og við höfum tíma og tækifæri til að breyta til, snúa við þróun sem hefur meitlast inn áratug eftir áratug, sumt gott, annað síður gott. Nýtum þann tíma og þau tækifæri. Því er það annað hvort að fara upp úr hjólförum slælegra matarvenja og hreyfingarleysis og breyta tilverunni í tækifæri eða fljóta sofandi að feigðarósi.
Smelltu HÉR til að klára þessa grein.