Hæhæ!
Líður þér eins og aldrei gefist tími til að hugsa um þig og að þú hangir aftast í forgangsröðinni?
Finnst þér stundum eins og heilsan hangi á bláþræði?
Glímir þú við steitu?
..Ef svo er, eru góðar líkur á því að þú sért að keyra þig út eða að heilsan sé nú þegar komin í þrot.
Að keyra okkur út með yfirvinnu, streitu og svefnleysi og huga að öllu öðru en heilsunni er orðið algengara en nokkru sinni fyrr. Að keyra okkur út (eða "burnout" eins og það er kallað á ensku) veldur oftar en ekki heilsubrestum og getur tekið langan tíma að vinna upp góða heilsu á ný. Margir enda á að þurfa að taka vinnuleyfi og getur það hreinlega endað í algjörri tilfinningalegri uppgjöf.
Við konur erum í sérstökum áhættuhópi, en rannsóknir hafa sýnt að konur eru mun næmari fyrir áhrifum streitu. Flestir sem eru á leið með að keyra sig út átta sig þó ekki á því fyrr en eftirá, þegar of seint er að fyrirbyggja afleiðingarnar.
Flestir sem keyra sig út vita upp á sig sökina, ef ekki er einfaldlega hægt að fá svarið með því að spurja hvort viðkomandi telji sig setja heilsuna í forgang eða ekki.
Eftirfarandi eru einkenni þess að þú sért að keyra þig út...
Hafðu hvíld í forgangi. Að hvíla sig þýðir ekki aðeins svefn. Það er líka mikilvægt að taka sér frí frá tækjum, símanum og tölvunni, dreifa huganum með því að lesa bók eða fara í göngutúr. Hvíld getur líka þýtt það að sinna áhugamáli eða hitta vinkonu í kaffi!
Passaðu síðan uppá svefninn, forðastu að borða rétt fyrir svefn og takmarkaðu raftækjanotkun í nokkrar klukkustundir áður en þú ferð upp í rúm og reyndu eftir fremsta megni að fara að sofa á svipuðum tíma alla daga til að rugla ekki líkamsklukkuna. Rútína getur skapað innra jafnvægi fyrir líka,ann og rannsóknir sýna að það geti dregið úr depurð.
Gott mataræði, sem hentar þér og í réttum hlutföllum hefur gríðarleg áhrif á andlegu og líkamlegu heilsu okkar. Morgunmaturinn sem þú borðar hefur tvímælalaust áhrif á það hvernig dagurinn þinn spilast út! Ef við erum svöng eða illa nærð/ur erum við líklegri til að hafa stuttan þráð, finna fyrir einbeitingarskort og vanlíðan.
Álagstímabil og óregla í mataræði orsakar bólgur (e. innflammation) sem getur leitt af sér hinum ýmsu heilsukvilla ef ekki er gripið til ráða. Fyrir þær konur sem koma til mín á námskeið eftir að hafa farið í gegnum gríðarleg streitutímabil eða burnout er það fyrsta sem ég ráðlegg þeim að hefja milda og áhrifaríka hreinsun með mat. Þetta vekur upp alla lífærastarfsemi og þar á meðan brennsluna, slekkur á sykurlöngun og kemur á allsherjarjafnvægi á líkamann. Þetta hjálpar einnig við að skapa góða rútínu og undibýr líkamann fyrir lífsstílsbreytingu sem endist.
Að halda streitu í skefjum er gríðarlega mikilvægt þegar kemur að því að fyrirbyggja og vinna sig úr ofkeyrslu. Þar spilar hugarfar stórt hlutverk enda getur maður verið sjálfum sér verstur þegar kemur að streitu og lítil skref eins og 2 mín öndunaræfingar eða þakklæti yfir daginn getur dregið verulega úr streitunni. Gott og einfalt skipulag á mataræði og hreyfingu munar einnig öllu þegar fyrstu skrefin eru tekin í að skapa rútínu sem hentar þér.
Taktu eftir því hvenær streita kemur helst upp hjá þér og settu þér ámininngu (t.d frá símanum) sem minnir þig á að taka 2 mín í öndunaræfingum á þeim tíma.
Lausnin sem hefur vænlegasta árangurinn til lengri tíma er að skapa þér nýtt jafnvægi á milli þess að sinna heilsunni og daglegum skyldum. Þá er mikilvægt að vinna ekki einungis úr mataræðinu heldur einnig hugarfari, streitulosun og hreyfingunni enda helst þetta allt í heldur.
Engar áhyggjur ef þú ert alveg týnd og veist ekkert hvar á að byrja í breyttu mataræði eða lífsstíl eða hvar ætti að byrja þegar kemur að því að fara vinna upp góða heilsu - enda var ég að opna fyrir skráningar í Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða þjálfun þar sem ég leiði þig skref fyrir skref að lífsstíl sem gefur þér vellíðan, sátt í eigin skinni og jafnvægi! Er sú þjálfun sniðin að konum sem hafa keyrt sig út og vilja setja heilsuna í forgang.
Til að geta gefið af okkur er mikilvægt að sinna okkur sjálfum fyrst.
Í Nýtt líf og Ný þú þjálfun hef ég hreinlega gert alla vinunna og skipulagið fyrir þig, svo þú getur enfaldlega fylgt! Má sjá meira um þjálfun hér ásamt árangurssögur kvenna sem henni hafa lokið.
Lítil skref eru lykilatriði ef þú vilt ná að halda út breytingu, ekki að umturna öllu yfir nóttu! Á ókeypis fyrirlestrinum sem ég hélt í gær, deildi ég "5 sannreyndum skrefum í því að auka orkuna, léttast náttúruleg (þá á ég við án töfrapillu eða sveltun) og fylla líkaman vellíðan - í lífsstíl sem þú endist í!"
Vegna vinsælda verður fyrirlesturinn áfram í boði og hægt er að skrá sig ókeypis HÉR! Ég mæli með að þú skráir þig sem fyrst enda síðast komust færri að en vildu.
Færðu aðgang að ráðum og þeim nákvæmu skrefum sem hafa hjálpað hundruðum að aukinni orku, kjörþyngd og að líða 10 árum yngri!
Þeir sem mæta fá eins dags matseðil og hreinsunarpróf!
Á fyrirlestrinum getur þú einnig lært meira um Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem er sú vinsælasta þjálfunin sem við hjá Lifðu til Fulls höldum (og er aðeins haldin árlega).
Heilsa og hamingja,