Hérna eru freistingar sem á að forðast af öllum mætti.
- Reykingar
Ef þú ert að fara að halda upp á afmælið þitt sem dæmi, haltu þá upp á það án þess að kveikja þér í sígarettu. Að reykja og að vera inní reykingaraðstöðu er rosalega slæmt fyrir heilsuna. Þó þú reykir ekki nema eina sígarettu á dag. Sígarettur geta orsakað blóðtappa og auðvitað krabbamein eins og allir eiga að vita í dag.
- Ertu lauslát(ur) ?
Kynlíf með einni manneskju er skemmtilegt og heilbrigt en þegar þetta er orðið þannig að þú ert með fleiri en einni eða tveimur manneskjum í viku að þá ertu komin út á hálan ís. Líkur á kynsjúkdómum aukast til muna.
- Að bursta ekki tennurnar fyrir svefn
Þetta er algengasta atriðið sem við gerum áður en við förum að sofa, bursta tennurnar. En eins ótrúlegt og það hljómar að þá eru margir sem trassa þetta allt of oft. Þetta veldur því að munnurinn á þér leyfir bakteríum að grassera á meðan þú sefur og þú getur fengið sýkingar í munninn og auðvitað skemmast tennurnar frekar.
- Ekki vera alltaf að koma við húðina á andlitinu á þér
Öllum finnst okkur gaman að líta vel út og erum ansi oft með hendurnar í andlitinu á okkur. Veistu, ef þú sért smá bólu eða fílapensil ekki byrja að klóra og kreista...það gerir málin ennþá verri. Þú berð bakteríur á höndunum og þar af leiðandi ertu búin að bera þær í bóluna. Best er bara að þvo sér í framan með volgu vatni og leyfa bólunni að hverfa sjálfri.
- Að hella í sig
Að innbyrða of mikið magni af áfengi á stuttum tíma hefur orsakað dauða í mörgum tilvikum. Lifrin þín má ekki við öllum þessum vibba og í ofanálag að þá er áfengi afar fitandi. Hérna er lykillinn hófsemi og aftur hófsemi.
- Er rusl í matinn?
Einu sinni í viku? Skyndibiti! Mittismálið samþykkir treglega skyndibita einu sinni í viku. En hvað ertu að gera þér ef þú borðar ruslfæði á hvejrum degi? Stútfullt af fitu, sykri og allskyns gerfiefnum. Skyndibitinn hækkar kólestrólið og ég held það þurfi ekkert að segja meira.
- Besti vinurinn, sjónvarpið
Að sitja tímunm saman og glápa á sjónvarpið eykur álag á hjartað og augun. Of mikið gláp eykur áhættuna á hjartasjúkdómum og offitu. Þeim mun meira sem þú ert límdur á kassann þeim mun meira hækkar hlutfall fitu og sykurs í blóðinu. Ég tala nú ekki um álagið á augun og áreitið. Hreyfing er nauðsynleg þannig að stattu upp og taktu pásu á glápinu.
- Sjúk í háa hæla?
Konur sem ganga á háum hælum á hverjum degi eru að auka mikið álagið á líkamann. Háir hælar hafa áhrif á líkamsstöðu og auka gríðalega álagið á liðamót. Þetta getur á endanum orksaða liðagigt, bakverki og fleiri vandamál. Ég veit að háir hælar eru æðislegir en reyndu samt að minnka notkunina. Einnig er afar gott að setja þar til gerð innlegg í háu hælana sína til að minnka álagið á liðamótin.
- Ertu pilluæta?
Tekur þú alltaf verkjatöflu ef þú færð hausverk eða túrverki? Ef svo er þá skaltu hætta því strax. Endalaust pilluát er afar hættulegt. Svo á líka alltaf að ráðfæra sig við lækni áður en farið er að raða í sig verkjalyfjum sem og öðrum lyfjum.
- Morgunmaturinn
Sagt er að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð dagsins. Ef þinn morgunverður saman stendur af bolla af kaffi og ristuðu brauði að þá ertu ekki í góðum málum. Þetta hefur mikil áhrif á meltingakerfið og einnig orkuna þína yfir daginn. Fáðu þér hollan og næringaríkan morgunmat.
- Að nenna ekki í ræktina
Það má taka smá pásu frá ræktinni einstöku sinnum. En að sleppa því alltaf að fara er ekki málið. Reyndu að fara a.m.k þrisvar í viku.
- Sætindasjúklingur?
Ertu með endalausa sykurþörf? Ef þú lætur það eftir þér þá ertu rétt að gefa líkamanum smá kikk og það með sykri! Líkaminn fer að framleiða of mikið af insúlíni og á endanum ertu virkilega farin að finna fyrir hungurverkjum. Hafðu nammidag, en mundu, hófsemin er lykillinn.
- Einmanna?
Sumir vilja geta einangrað sig frá umheiminum. Að vera einmanna er afar slæmt fyrir heilann. Að vera einmanna hefur áhrif á ónæmiskerfið. Ekki festast í þessum vítahring. Drífðu þig frekar út að hitta fólk.
- Ekki borða of hratt
Aldrei flýta þér að borða. Að borða hratt og mikið í einu eykur gríðalega álagið á meltinguna. Ef þú vilt forðast brjóstsviða og útblásinn maga skaltu borða rólega og njóta hvers bita fyrir sig. Enda er bara gaman að njóta matarins. Ekki gleypa hann í þig eins og hundar gera.
Heimildir: healthmeup.com