En stundum, eftir að egg hafa verið harðsoðin, þá getur verið erfitt að ná blessaða skurninu af. Það hangir allt fast og hálft eggið er næstum komið í tætlur því það situr allt fast í skurninu.
Hérna er ráð til að ná eggi úr skurni á augabragði.
Settu hálfa teskeið af matarsóda saman við vatnið sem eggin eru að sjóða í og þegar þau eru orðin harðsoðin þá næstum dettur skurnin bara sjálf af, það er það auðvelt að losa skurnið af egginu.
Prufaðu næst þegar þú ætlar að harðsjóða egg.
Fróðleiksmoli í boði Heilsutorg.is