Eftir að hafa ferðast víða um heiminn síðastliðið sumar varð ég alveg ástafangin af döðlum enda kynntist ég svo mörgum mismunandi útgáfum. Ef mig langar í eitthvað sætt eftir kvöldmat fæ mér oft eina fyllta döðlu og sest niður með te-bollann minn í afslöppun.
Þetta er "eftir kvöldmat sætumoli" minn sem ég nýt þess að borða með góðri samvisku en í Dubai og fleiri löndum voru fylltar döðlur sérstakt eftirlæti með síðdegiskaffinu.
Fylltu döðlurnar í Ísrael voru gjarnan með pistasíuhnetum eða möndlum en einstaka sinnum sá maður þær súkkulaðihúðaðar.
Þegar ég ferðaðist til Indlands voru þær gjarnan fylltar með þurrkuðu mangó, sætuðum pecan- eða pistasíuhnetum. Auðvitað voru aðrar útfærslur sem voru með sykri en ég valdi þessar.
Döðlurnar í Dubai voru mjúkar og ómótstæðilegar. Ég sá eitthvað af fylltum döðlum í Dubai en meira var um að bjóða fram mjúkar döðlur á fallegu fati með kaffinu.
Fyrir bleika te-ið nota ég Women's energy frá Pukka sem er vel við hæfi á mæðradaginn.
Þessar fæ ég mér yfirleitt eftir kvöldmat eða í útileiguna. Einfaldar og slá á sykurþörfina.
Medjool döðlur
möndlusmjör
súkkulaði frá Balance
Svolítið sparilegar og kvenlegar
Medjool döðlur
kasjúhnetusmjör
pistasíuhnetur, saxaðar
rósablöð (gjarnan notuð í te)
Aðeins fyrir þá sem eru lakkríssjúkir.
Medjool döðlur
kæld kókosmjólk eða kasjúhnetusmjör (notið aðeins þykka hluta kókosmjólkur ef hún verður fyrir valinu)
lakkríssalt frá Saltverk eða lakkrísduft frá Lakrids (fæst í Epal)
Hollar og góðar fyrir mangó aðdáendur.
Medjool döðlur
þurrkað mangó, skorið í strimla (frá Himneskri Hollustu)
gojiber
1. Skerið rifu þversum í döðluna og fjarlægið steinin
2. Fyllið döðluna með möndlusmjöri eða annarri fyllingu.
3. Brytjið súkkulaðimola í nokkra bita og raðið ofaná/ dreyfið lakkríssalti eða rósablöðum yfir.
Hollráð: Ég kaupi medjool döðlurnar mínar í kassa frá Costco. Þær eru himneskar. Í staðinn fyrir möndlu- eða kasjúhnetusmjör má nota tahini eða hnetusmjör til að fylla döðluna.
Ég vona að þú prófir litlu syndina mína enda eitthvað sem hægt er að gera sér á aðeins örfáum mínútum!
Heilsa og hamingja,