Fara í efni

Getnaðarvarnarpillan getur haft slæmar aukaverkanir

Getnaðarvarnarpillur innihalda hormóna sem geta haft aukaverkanir. Þær hafa ekki sömu áhrif á allar konur en má nefna skapsveiflur sem dæmi. Það eru til margar tegundir af pillunni svo endilega, ef þú finnur fyrir slæmum aukaverkunum að þá er um að gera að prufa aðra tegund.
Til eru margar tegundir af getnaðarvarnarpillunni
Til eru margar tegundir af getnaðarvarnarpillunni

Getnaðarvarnarpillur innihalda hormóna sem geta haft aukaverkanir. Þær hafa ekki sömu áhrif á allar konur en má nefna skapsveiflur sem dæmi.

Það eru til margar tegundir af pillunni svo endilega ef þú finnur fyrir slæmum aukaverkunum að þá er um að gera að prufa aðra tegund.

Þú gætir þurft að prufa nokkrar tegundir áður en þú finnur þessa sem hentar þér best.

Til eru ýmsar lausnir við algengustu vandamálunum.

Höfuðverkur, svimi og eymsli í brjóstum.

Vertu þolinmóð. Þessar aukaverkanir hverfa þegar þú hefur tekið pilluna í svolítinn tíma. Ef þær hverfa ekki skaltu prufa aðra tegund.

Ógleði.

Hún ætti að hverfa á tveimur mánuðum. Ef svo er ekki, prufaðu að taka pilluna alltaf með mat.

Blæðingar á röngum tíma.

Þetta er pottþétt það sem allar konur þola ekki. Þessi aukaverkun er ófyrirsjáanleg og afar hvimleið. Þetta gerist nú ekki oft þegar konur eru á pillunni, það er frekar ef konur eru að nota annarskonar getnaðarvörn.

Kynhvötin minnkar eða hverfur.

Finnir þú fyrir þessu skaltu skipta um pillu hið snarasta.

Skapsveiflur.

Ef þetta er vandamál sem þú getur tengt beint við pilluna að þá þarftu að finna aðra lausn. Getnaðarvörn sem er án hormóna.

Heimildir: health.com