Hádegið .
Þetta gerist ekki betra :)
Ég er svo heppinn að eiga risa stóra "nammi" skál út í garði .
Og í dag náði ég mér í allskonar salat - spínat- lauka -jarðaber .
Og bjó mér til Kínóa salat.
Sjaldan smakkað jafn mikið jummí .
Skar niður helling af allskoanr salati.
Síðan tvær tegundir af laukum.
paprika
Plómutómatur
Gúrka
Avacado
Feta ost
Jarðaber (sem vaxa villt í steinabeði hjá mér)
Og aðal sælgætis Kínoað sem ég sauð í gær.
vel af Pottagalda pipar yfir.
Þetta verður nú sennilega ekki mikið hollara.
Og mikið sem þetta er líka gott fyrir sálina :)
Að geta ræktað svona nammi og notið þess að eiga .
Njótið dagsins <3