- Regluleg hreyfing
- Góð næring
- Góður svefn
- Jafnvægi í andlegri líðan
Í Heilsuborg má finna aðstoð við að koma jafnvægi á alla þessa þætti. Hægt er að leita aðstoðar einstakra fagaðila eða taka þátt í samsettum lausnum Heilsuborgar og hópmeðferðum.
Í Heilsuborg starfa hjúkrunarfræðingar, læknar, næringarfræðingar, sálfræðingar og sjúkraþjálfarar. Hægt er að panta tíma hjá hverjum fagaðila til ráðgjafar og meðferðar.
Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslans er með sama hætti og annarstaðar í heilbrigðiskerfinu. Þannig er þjónusta sérfræðilækna og sjúkraþjálfara niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands en hver einstaklingur greiðir fyrir þjónustu annara fagaðila.
Hjá okkur er meðal annars að finna lausnir varðandi stoðkerfismein, offitu, svefntruflanir og streitu.
Mikilvægt er að fyrirbyggja heilsubrest og því leggjum við áherslu á forvarnir á öllum stigum.
Hinsvegar er mikilvægt að hafa í huga að þó við höfum fengið í hendur einhverskonar heilsuverkefni andleg eða líkamleg er það í okkar höndum hvernig við bregðumst við og vinnum úr þeirri stöðu sem upp er komin.
Starfsfólk Heilsuborgar er tilbúið til að aðstoða þig til að finna næstu skref í átt til betri heilsu.
Heimildir: heilsuborg.is