Þessi heilsufræðsla er heildræn og fjallar um líkamlega-, andlega-, og félagslega- heilsu, svo og áhrifa persónulegs umhverfis og samfélags á heilsufar. Allir þessir þættir hafa mis mikil áhrif á okkar daglega líf og því þarf að huga að þeim öllum.
Það hvernig við hagnýtum okkur fræðsluna byggist á persónulegum viðhorfum, lífsvenjum, gildi, atvinnu, tekjum, frístundum og fjölskyldunni. Til að upplifa vellíðan þurfa þessir þættir að vera í góðu jafnvægi. Þegar röskun verður á daglegu jafnvægi, til dæmis þegar líkamleg líðan er í góðu lagi en andleg líðan mjög döpur, þá hefur andleg vanlíðan neikvæð áhrif á líkamlega líðan svo líkamleg einkenni koma fljótlega í ljós.
Heilsufar fólks mótast ekki einungis af persónulegum þáttum heldur einnig af ytri þáttum eins og samfélagslegum skilyrðum (menningu, efnahag og skipulagi opinberrar þjónustu heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála) auk regluvalds og lagasetninga. Það geta verið eflandi eða hindrandi námsþættir tengdir einstaklingnum sjálfum eins og gildi lífsviðhorf, lífshættir, þekking, menntun, atvinna, tekjur, frístundir og fjölskyldan.
Á fræðslunámskeiðunum eru margar aðferðir notaðar til að hjálpa þér til að skilja hvað getur haft áhrif til eflingar á eigin heilsu.
Til að mæta þörfum sem flestra er ekki einungis um almenna heilsufræðslu að ræða (andlega-, líkamlega, félagslega, umhverfislega, samfélagslega og geðheilsu), heldur líka fræðslu miðað við kyn, aldurshóp og áhættugreiningu.
Heimild: heil.is