Hún er sameiginlegur leikur sem skapar meðal annars tækifæri til að þjálfa hreyfifærni, bæta líkamshreysti, eignast vini, auka félagslega færni og efla sjálfstraust.
Mikilvægt er að ungt fólk takmarki kyrrsetu og hreyfi sig í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu. Meginráðleggingin er að unglingar hreyfi sig rösklega í minnst 60 mínútur daglega.
Ungt fólk ætti að eiga þess kost að stunda fjölbreytta hreyfingu sem því finnst skemmtileg og er í samræmi við færni þess og getu. Þannig er grunnurinn lagður að lífsháttum sem fela í sér daglega hreyfingu til framtíðar.
Heimild: landlaeknir.is