Fara í efni

Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa

Alltaf þegar ég hef viljað breyta einhverju í fari mínu – hegðun eða viðhorfum – hef ég notað staðhæfingar.
Fallegur Kristall
Fallegur Kristall

Staðhæfingar

Alltaf þegar ég hef viljað breyta einhverju í fari mínu – hegðun eða viðhorfum – hef ég notað staðhæfingar. Ég skrifa staðhæfinguna niður á blað og byrja að fara með hana. Fyrsta viðbragð er alltaf viðnám – skortdýrið bregst illa við þessari viðleitni minni til að auka velsældina; viðnámið er til marks um að ég hafi takmarkaða heimild, enda snýst staðhæfingin um að auka heimildina.

Ég fer með staðhæfinguna nógu oft til að hún verði hluti af tíðni hjartans – þangað til hjartað sam­sinnir staðhæfingunni og tekur til við að útvarpa henni á fullum styrk.

Þetta hljómar alltaf svolítið háfleygt og háalvarlega andlegt – en í sjálfu sér er þessi aðgerð mjög lík því að ganga til skó. Þeir særa þig hér og þar í fyrstu, en með tíð og tíma verða þeir eins og hluti af þér.