Tímarnir fara fram í upphituðum sal þar sem teknar eru góðar æfingar fyrir allan líkamann. Farið er í góðar teygjur í lok hvers tíma og hugleiðsla tekinn. Í hugleiðslunni er mikið unnið með að styrkja eigin getu og kraft.
Kennt: þri + fim kl: 16.30 í sal 5 (heiti salurinn)
& opinn tími fös kl: 16.30 í sal 9
Verð: 12.900 kr.
"Námskeiðið var frábært, hefði mátt vera 3 sinnum í viku. Kem svo sannarlega aftur."
"Ég myndi ekki vilja breyta neinu á námskeiðinu. Viðurkenni að ég var svolítið efins fyrst þegar systir mín stakk upp á að við drifum okkur en sá efi hvarf strax eftir fyrsta tímann. Þetta voru mjög skemmtilegir og fjölbreyttir timar með hæfilega einföldum sporum. Hlakka til að koma aftur í haust!"
"Kærar þakkir fyrir frábært námskeið Bára. Þú ert algjör vítamínsprauta. Þó svo að ég hafi ekki alltaf haft tök á að mæta þá fékk ég mikið út úr námskeiðinu. Ég hef verið dugleg að hugleiða og mun gera það áfram."
"Ég er mjög ánægð með námskeiðið hjá og hefði svo gjarnan viljað byrja strax aftur en svona er það þegar sumarið kemur. Mér finnst frábært hvað tímarnir eru fjölbreyttir og þó að hugleiðslan sé stutt að þá hefur hún mjög mikið að segja."
NÁMSKEIÐALÝSING:
Skemmtilegir tímar þar sem æfingarnar eru mjög fjölbreytilegar og góðar teygjur teknar. Einnig er lögð áhrersla á góðar og kraftmiklar hugleiðslur í hverjum tíma. Þar munu þátttakendur fókusera á að styrkja sjálfa sig. Hver og einn vinnur eftir sinni getu og að sínu markmiði, jafnt líkamlega sem andlega.
Lögð verður áhersla á bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði á sama tíma. Þjálfari, sem er miðill, mun einnig nota sína miðilshæfileika til að meta og sjá hvað hver og einn getur betur til að ná hámarksárangri.
Greiða verður við skráningu. Greiðslumátar eru eftirfarandi:
Nánari upplýsingar og fyrirspurnir sendist á gunnhildur@sporthusid.is eða í s: 564-4050