Fara í efni

Sannleikurinn um sæðið

Eins og margir aðrir líkamsvessar hefur sæðisvökvi oft verið illilega misskilinn. Misskilningurinn hefur til að mynda falist í hugmyndum um að magn hans sé í réttu hlutfalli við karlmennsku þess sem honum sprautar, að það geti verið hættulegt að hleypa honum ekki út eða jafnvel að hann sé óhreinn og óhollur innvortis.
sæðisfrumur á ferðalagi
sæðisfrumur á ferðalagi

Eins og margir aðrir líkamsvessar hefur sæðisvökvi oft verið illilega misskilinn. Misskilningurinn hefur til að mynda falist í hugmyndum um að magn hans sé í réttu hlutfalli við karlmennsku þess sem honum sprautar, að það geti verið hættulegt að hleypa honum ekki út eða jafnvel að hann sé óhreinn og óhollur innvortis.

Í þessarri umfjöllun mun sannleikurinn leiddur í ljós og algengar haldvillur um þennan lífsins vökva hraktar í eitt skipti fyrir öll.

Hvað býr í gumsinu 

Sæðisvökvinn er í raun samsettur af nokkrum þáttum sem framleiddir eru á mismunandi stöðum í innri kynfærum karlmannsins. Sáðfrumurnar eru framleiddar í eistunum en af heildarmagni hvers sáðláts eru sáðfrumur aðeins um 1%.

Af öðrum innihaldsefnum má nefna C-vítamín, B-12 vítamín, magnesium, sink, mjólkursýru, sorbítól og fosfór. Sum þessarra efna hafa það hlutverk að næra litlu duglegu sáðfrumurnar á leið sinni til fyrirheitna legsins, en önnur eiga aðgerasýrustig leggangnanna hagstæðara fyrir sáðfrumurnar.

Sæðisvökvi er semsagt mjög basískur en leggöngin súr og í raun fremur fjandsamleg aðskotavökva eins og sæði. Þegar hinir kvenlegu og karllegu vessar blandast hins vegar saman verður umhverfið lífvænlegra fyrir sáðfrumurnar og líklegra að einhverjar haldi lífi alla leið inn í leg þar sem möguleiki er á heitu stefnumóti við eggjandi egg.

Sáðfruman 

Frá því að kynþroska er náð framleiðir meðalmaðurinn 30.000.000 sáðfrumur á hverjum degi. Í hverju sáðláti er um 300 milljónum sáðfruma hleypt út í frelsið (eða dauðann) í nokkrum krampakenndum gusum.

Í raun eru ekki nema 1-2 teskeiðar sem koma út í hverju sáðláti ólíkt því sem margir halda. Það er hreint ótrúlegt hvað hægt er að dreifa þessum örfáu dropum víða!

Sáðfruman sjálf er í laginu eins og Dreitill mjólkurdropi nema halinn er mun lengri. Höfuðið er sneysafullt af erfðaefni sem hefur að geyma uppskriftina að mannveru, það er að segja hálfri mannveru. Helminginn sem vantar upp á er að finna í egginu. Hali sáðfrumunnar gerir henni kleyft að hlykkjast áfram á hraða sem nær allt að 4 mm á mínútu.

s

Er meira betra? 

Þetta er líklega algengasti misskilningurinn um sáðlát karlmanna. Það tilkynnist hér með að magnið eykst ekki í réttu hlutfalli við framleiðslu karlsins á testósteróni hvað þá að það endurspegli karlmennsku hans, hvað svo sem hún nú er.

Það sem ræður magninu er aðallega tíminn frá síðasta sáðláti. Dropunum fækkar eftir því sem styttri tími er látinn líða milli sáðláta og fjölgar aftur ef maðurinn nær að slaka á og hlaða sig einhvern tíma á milli.

Venjulega er sólarhringur algjört lágmark til að ná fullri hleðslu á ný. Það má líka auka sæðismagnið með því að draga fullnæginguna á langinn en vökvadrykkja eða neysla ákveðinna fæðutegunda hefur ekkert að segja um magnið ólíkt því sem sumir hafa haldið fram.

Karlmenn sem hafa þjálfað upp hæfileikann til að fá raðfullnægingar kannast vel við að fá fullnægingar án sáðláts og vita að þær eru á engan hátt lakari að gæðum.

Þykktin er líka misjöfn allt frá því að vera seigfljótandi vökvi til hlaupkenndra kekkja. Það sem ræður þar mestu um er líka tíminn frá síðasta skoti; því lengri sem hann er því meiri líkur eru á vökvakenndara sáðláti.

Í klámmyndum sjást hinar limalöngu stjörnur oft hafa ótrúlega vökvamikil sáðlát gjarnan framan í mótleikkonur sínar sem að sjálfsögðu skjálfa af sælu við það.

Þetta eru yfirleitt ekkert nema svik og prettir því gjarnan er notast við ýmsar mjólkurafurðir til að blekkja áhorfandann. Því er ástæðulaust að láta minnimáttarkennd plaga sig eftir huggulegt videókvöld.

Að kyngja eða ekki…? 

Sumir karlmenn leggja á það ofuráherslu þegar þeir þiggja munngælur að ástkonan endi á að kyngja hverjum einasta sæðisdropa sem limurinn lætur frá sér við fullnæginguna. Það er ekki hægt að færa nein rök fyrir því að þetta skipti nokkru máli fyrir karlinn líkamlega séð, sáðlát er sáðlát er sáðlát hvort sem sæðið lendir í skauti, smokki eða vélinda.

Áhuginn á því að sæðinu sé kyngt er miklu frekar tilfinningalegur – með því að kyngja er konan að gefa skilaboð um að hún fíli manninn það vel að hún sé til í að éta hluta af honum. Karlmenn sem eru með þetta á heilanum oggeraþessa kröfu í kynlífinu ættu samt að prófa sjálfir að rúnka sér í vatnsglas og kyngja eigin sæði áður en þeir verða fúlir yfir að fá neitun.

Reyndar finnst mörgum konum ekkert að því að kyngja sæði, finnst það æsandi og gott en aðrar kjósa heldur að fá það utan á líkamann í lok vel heppnaðra munngælna. Sæði sem sprautað er yfir brjóst eða látið leka nautnalega út um munnvik er ekki síður eggjandi en sæði sem nýtist konunni sem næring og uppspretta vítamína, prótína og snefilefna.

Konur sem kyngja þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af hollustu sæðisins. Sæðið er tandurhreint, stútfullt af næringarefnum og hvert skot inniheldur aðeins 15 hitaeiningar. Sýrustig þess getur þó framkallað brjóstsviða hjá sumum konum þannig að mikil neysla þess er kannski ekki æskileg í slíkum tilfellum.

Þjóðsögur 

Nokkra síðustu áratugi hafa við og við gengið þjóðsögur um ótrúlega mikla sæðisneyslu áberandi einstaklinga. Sagan er venjulega þannig að þekktur einstaklingur er fluttur í ofboði á bráðavakt sjúkrahúss í dauðadái eftir ævintýralega mikla sæðisneyslu.

Á sjúkrahúsinu er svo hálfum lítra eða svo pumpað úr maga hans/hennar með tilheyrandi ósköpum. Allt fer vel að lokum, sæðinu er fargað og sjúklingurinn heldur heim á leið.

Stjörnur sem hafa hlotið þann vafasama heiður að hreppa aðalhlutverk sögunnar eru meðal annarra Andy Warhol, Elton John, David Bowie, Rod Stewart, Mick Jagger, Alanis Morrissette, Foxy Brown og hin fróma og hreinlífa meyja Britney Spears sem við elskum öll svo heitt.

Þetta er allt saman bull og vitleysa því enginn hefur misst meðvitund af sæðisneyslu einni saman hvað þá að þurft hafi að pumpa magainnihaldi upp úr einhverjum af sömu sökum. Ef þið skylduð reyna að setja met í sæðisdrykkju á næstunni er vert að hafa í huga að vægar meltingartruflanir og brjóstsviði gætu fylgt í kjölfarið.

Það er líklegt að brjóstsviðinn stafi af sýrustigi sæðisins en það er afskaplega basískt. Í apótekum er hægt að kaupa brjóstsviðamixtúrur á lyfseðils sem gott gæti verið að eiga á heimilinu ef veruleg sæðisdrykkja er í bígerð.

Er það eitrað 

Sannleikurinn er sá að sæði er á engan hátt eitrað og því fer fjarri að það sé úrgangsefni sem likaminn þarf að losa sig við. Þetta er ein haldvillan í viðbót um sæði; að setja það í úrgangsefnaflokkinn með þvagi, hægðum og svita. Þetta er alrangt.

Líkami karlmannsins framleiðir sæði til viðhalds tegundarinnar. Sáðfrumurnar eru nauðsynlegar til að frjóvga egg konunnar, sæðisvökvinn greiðir fyrir getnaði með því að flytja sáðfrumurnar á getnaðarstaðinn.

Það hefur lengst af verið eina mögulega aðferðin til viðhalds mannkyns en á því eru reyndar nokkrar undantekningar nú til dags, glasafrjógun og klónun sem ætti fræðilega að vera möguleg hvað svo sem siðfræðinni líður.

Munurinn á sæðinu og úrgangsefnum líkamans sést líka vel á því að það er lífsnauðsynlegt að losa sig við þvag og hægðir. Bilun í slíkri losun getur leitt til dauða ef ekkert er að gert. Sæðið er hins vegar framleitt eftir eftirspurn.

Sáðfrumurnar í eistunum og vökvinn í blöðruhálskirtli og kirtlum sem opnast inn í sáðrásina neðan við þvagblöðruna. Ef karlmaðurinn hefur ekki sáðlát í lengri tíma eyðast elstu sáðfrumurnar markvisst svo að ekki er hætta á að pungurinn springi vegna sæðisofgnóttar. Skírlífir geta því sofið rólegir.

Hvað með ofnæmi? 

Ofnæmi fyrir sæði er þekkt en mjög sjaldgæft. Einkennin geta verið frá vægum kláða, roða og bólgu í húð til útbrota og öndunarerfiðleika. Ef grunur leikur á sæðisofæmi er sniðugt að heimsækja lækni sem getur gert ofnæmispróf og skorið úr um hvort einkennin eru í raun vegna sæðisins.

Góð greining er sérstaklega mikilvæg ef fólk ætlar sér að geta börn saman. Meðferð einkenna getur falist í að nota ofnæmistöflur fyrir ástarleiki en oftast er sniðugra að nota einfaldlega smokkinn!