En hvað er það sem orsakar það að líkaminn refsar okkur svo harkalega eftir áfengisdrykkju?
Það er ekki bara einhver ein ástæða, þær eru nokkrar.
- Áfengi gerir það að verkum að þú pissar meira sem hraðar vökvatapi í líkamanum.
- Áfengi eykur á framleiðslu magasýra og hægir á því að maginn tæmi sig sjálfur, báðar þessar ástæður geta leitt til þess að þér verður óglatt og þú kastar upp.
- Áfengi getur orsakað það að æðarnar þenjast út og það orsakar höfuðverk.
Og ef þú setur allt þetta saman, hvað ertu þá komin með? Jú, afar slæman morgun eftir áfengisdrykkju. Eða það sem við köllum þynnku og timburmenn.
Heimild: news.distractify.com