Góðan daginn.
Já hér er lítið um að sofa út ...hver vill missa af góðum degi í sólinni ?
Morgunmatur í sól og hita.
Garðurinn í blóma.
Núna er að koma sér í gírinn og fara njóta Brighton
Elska Brighton sérstakjlega til að njóta eftir marga hressilega daga í London.
Þið sem eruð að ferðast með börn og unglinga til London endilega kíkja á Thorpe park
Allir sáttir með þann dag.
Í steik hita og sól .
Garðurinn er byggður upp á skemmtilegan hátt.
Öll hryllingstækin sem unglingarnir fíla.
Og líka margt fyrir þau minni.
Síðan er vatnagarður og margt fleira sem hægt er að njóta
Eina passa sig að taka nesti með sér ef maður er stiltur á heilsumatinn.
Ég var á vatnskúrinum í gær ....því gleymdi nesti og allt óhollt í boði.
London er svo margt annað en bara "shopping"
Það er hægt að gera nánast allt hér í borg.
Borgin er yfirfull af túristum og heimamönnum því allir í sumarfríi.
En borgin er stór og alltaf hægt að finna góða garða og njóta í rólegheitunum.
Skella nesti í poka og taka með sér teppi.
Nú eða skella strigaskónnum á fætur og hlaupa út í buskann.
Ég er í alsælu matarlega í London
Allt svo ferskt og flott.
Og meira að segja í semmtigarðinum í gær þegar að ég fattaði að ég gleymdi nesti úbs....gat ég fengið Tortilla á Burger King með baunabuffi og grænmeti
En ekkert annað var í boði fyrir konuna.
Gat ekki hugsað mér að detta í sukkið og vakna upp bólgin og þrútin af drasli.
Lífið er of stutt í svoleiðis bull
Njótið dagsins.