Málið er hins vegar að þegar við erum þreytt þá ættum við einmitt að drífa okkur í ræktina. Samkvæmt nýrri rannsókn sem mun verða birt í Journal of Consumer Reasearch, þá tökum við gáfulegri ákvarðanir varðandi heilsu okkar þegar við erum þreytt og alveg búin á því.
Hvötin til að annast líkama okkar þegar við erum syfjuð er eflaust líffræðileg. “Við lögðum til að fólk sé meira áhugasamara um að taka þátt í heilsubætandi hegðum þegar það er þreytt og hefur tæmt orkuna og skynjar að öryggi þeirra er í húfi” Segir höfundur rannsóknarinnar, Monika Lisjak, lektor við markaðsetningu við Erasmus háskólann í Hollandi og Angela Y. Lee prófessor markaðsviðs hjá Northwestern University.
Í rannsókninni spurðu vísindamenn einstaklinga um að lesa um hættur á nýrnasjúkdómum og að uppgötva þá snemma, sérstaklega þeir sem eiga fjölskyldusögu á þessum sjúkdóm. Eftir lesninguna sýndu þeir sem fundu fyrir mikilli þreytu meiri áhuga á að láta rannsaka nýrun á sér en þeir sem voru úthvíldir.
Í annarri rannsókn voru einstaklingar beðnir um að ljúka könnun á heilsu og hreysti, annað hvort fyrir eða eftir líkamsrækt. Þegar könnunni var lokið fengu þeir sem þátt tóku val á milli rakakrems eða sólarvörn. Þeir sem höfðu lokið líkamstækt voru líklegri til að velja sólarvörn en rakakrem.
Niðurstöðurnar komu á óvart, í ljósi fyrri rannsókna um það hvernig ofþreyta hefur áhrif á heilann. Samkvæmt the division of Sleep medicine hjá Harvard medical school að þá hefur svefnleysi mikil áhrif á skap, matarlyst og getu til að einbeita sér. Og þeir sem stunda líkamsræktina mikið voru sammála um afneitun þegar vekjaraklukkan byrjar að hringja á morgnana.
En að taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi heilsu er viðráðanlegt, jafnvel þegar þér finnst þú ekki vera til í það.
Will Torres er einkaþjálfari og eigandi Willspace heilsuræktarinnar í New York. Hann segir, ef þú ert sannarlega búin á því þá er best að fara að sofa en ef þú vilt hlaða batteríin þá eru einföld atriði sem þú getur gert.
Og nefnir hann þar á meðal þessi:
Náðu upp hjartslættinum.
Segjum svo að þú sért búin á því og hafir verið með hangandi haus við skrifborðið allan morguninn. Einföld leið til að auka orkuna er t.d að setjast beint upp, bein í baki. Þegar þú ert hokinn yfir vinnu ertu ekki að nýta lungun að fullu því að líkamsstaðan þín er röng. Þegar þú réttir úr þér og dregur inn andann og fyllir lungun af súrefni þá getur þú fundið orkuna fylla líkamann á ný. Og ef samstarfsfélagarnir eru jákvæðir þá er afar gott að standa upp og taka 20 góð hopp með hendur og fætur sundur og saman og 10 hnébeygjur. Þetta vekur þig og fyllir af orku.
Borðaðu meira af trefjum.
Fólk leitar í sykur til að gefa þeim snöggt orkuskot en án trefja til að hægja á meltingunni þá dugar þetta sykursjokk í skamma stund. Fáið ykkur frekar orkustöng eða gott Boost.
Ekki fara að breyta venjunum.
Ef þig hefur langað að prufa kick box í langan tíma, þegar þú ert þreyttur þá er ekki rétti tíminn til að stökkva til og fara að prufa nýja hluti. Til að byrja á nýjum æfingum þá þarftu að vera með góðan fókus og þeytt fólk hefur ekki góðan fókus.
Þegar þú ert þreyttur, gerðu þá það sem þú ert vanur, eða farðu út að hlaupa til að ná upp orkunni aftur.
Heimildir: shine.yahoo.com