Fara í efni

Komdu þér framúr með þessari morgunrútínu

Ég verð bara að segja þér nokkuð En þetta hjálpaði mér að fara frá því að vera uppí 30 mín að vakna almennilega á morgnanna stöðugt að hugsa um að fara aftur undir sæng, yfir í að upplifa mig fríska og orkumikla strax fyrstu 5 mínútur af deginum. Og í þokkabót styður þetta við hreinsun, eykur brennslu og bætir orkustig yfir daginn… (og er ekki síður ágæt skemmtun)
Komdu þér framúr með þessari morgunrútínu

Ég verð bara að segja þér nokkuð.

En þetta hjálpaði mér að fara frá því að vera uppí 30 mín að vakna almennilega á morgnanna stöðugt að hugsa um að fara aftur undir sæng, yfir í að upplifa mig fríska og orkumikla strax fyrstu 5 mínútur af deginum.

Og í þokkabót styður þetta við hreinsun, eykur brennslu og bætir orkustig yfir daginn… (og er ekki síður ágæt skemmtun)

Svo ef þú átt erfitt með að koma þér framúr á morgnanna gæti greinin breytt því hvernig þú byrjar daginn og gefur af þér.

Því góð byrjun á deginum gefur grunninn að heilsusamlegum og orkumiklum degi.

Það sem hefur gert þennan gæfumun hjá mér var þegar ég keypti mér innandyra trampólín.

Ég byrja yfirleitt daginn á 1-2 stórum glösum af vatni og suma daga fæ ég mér heit vatn með sítrónu í framhaldi.

Næst trítla ég inná skrifstofu til mín í dúnuðu inniskónum mínum, set tónlist í gang og hoppa á innandyra trampólíninu mínu í 3-15 mín, fer eftir hvað ég er í stuði fyrir.

Að skoppa á litlu trampólíni eða endurkastast snýr að því að hoppa léttilega þannig að fætur þínir skilji ekki við trampólínið eða að hoppa í loftið.

Trampólín hopp öðlaðist fyrst vinsældir um 1980 þegar NASA gerði rannsókn hvernig hægt væri að hjálpa geimförum að endurheimta bein-  og vöðvamassa fyrr eftir geimferðir, með endurkasti upp í loftið eins og gerist með því að hoppa á trampólíni sáu þeir mikinn árangur.

Upp og niður hreyfinginn við trampólín hopp hefur jákvæð áhrif á sogæðakerfi líkamans þar sem það liggur lóðrétt, en sogæðakerfi okkar styður m.a við ónæmiskerfið og hreinsun úrgangsefna úr líkamanum.

Kostir að hoppa á innandyra trampólíni…

  • Eykur brennslu og þyngdartap
  • Styrkir neðri líkama (Að æfa neðri líkama eykur brennslu og gerir mörg dagleg verkefni auðveldari)
  • Er góð fyrir beinin  (þar sem æfingar með eigin líkamsþyngd getur styrkt beinin)
  • Eykur þol
  • Eykur hreinsun líkamans
  • Bætir meltingu
  • Dregur úr appelsínuhúð (vegna betri hreinsunar líkamans í gegnum sogæðakerfið) 

HVERNIG Á AÐ BYRJA…

Flestir mæla með að hoppa í 15 mín á hverjum degi, það er allt í lagi að brjóta þetta niður í 3-5 mín í hvert skipti yfir daginn.

Þó að trampólínhopp sé frekar auðveld hreyfing, er best að byrja á að hoppa á tánum rólega og síðan færa þig yfir í að hoppa hærra og nota allan fótinn.

Ég geymi trampólínið mitt inná skrifstofunni hérna heima, til að virða aðra heimilismeðlimi ef þau vilja sofa lengur og einnig er gott að hressa sig við yfir daginn með smá hoppi.

Það eru mörg mismunandi trampólín í boði. Persónulega notast ég við trampólín með teygju frekar en með gormum þar sem teygjur fara betur með líkamann og liðamót heldur en hefðbundin gorma trampólín (eða yfir 40% betur), en slík gormatrampólín eru sjálfsagt allt í lagi kostir.

Hér eru nokkur trampólín sem fást hér á Íslandi:

  • Teygju trampólín sem kallast Jumpsport (það sem ég nota og líka vel við), frá Hreysti í skeifunni reykjavík, verð frá 29.900 kr
  • Gorma trampólín frá Altís, hafnarfirði, verð frá 26.900 kr
  • Gorma trampólín, frá Hreysti , verð frá 14.900 kr frá Hreysti í skeifunni 

5 mín á dag betra en 20 mín einu sinni í viku…

Stöðugleiki er lykilatriði að bæði árangri og að skapa rútínu sem þú heldur við.

Það skiptir ekki hversu annríkt ég á eða upptekin ég held að ég sé, ég geri alltaf morgunrútínu mína þó svo það sé ekki nema 2-5 mín þann dag.

Vakti greinin áhuga þinn?

Ef svo er máttu deila með vinum þínum á facebook og sérstaklega ef þú átt vinkonu/vin sem á erfitt með að fara framúr á morgnana.

heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi