Eyru, varir og nafli eru vinsælir staðir til að láta gata. Allar gatanir hafa einhverja áhættu í för með sér og mælt er með að fólk kynni sér málið áður en vaðið er í gatanir.
Þekktu áhættuna!
Götun merkir að verið er að setja aðskotahlut í opið gat sem gert er í eyra, nef, augabrún, varir, tunguna eða aðra líkamshluta, og yfirleitt án deyfingar. Göt í eyru og þá á ég við eyrnasnepilinn eru nú oftast nær hættulaus á meðan gatanir á öðrum líkamshlutum geta haft í för með sér sýkingar og fleira.
Áhættur sem götun getur haft í för með sér :
- Ofnæmisviðbrögð.
Sumir lokkar og þá sérstaklega þeir sem innihalda nikkel geta orsakað ofnæmi. Mælt er með að nota ekta lokka í gatanir eða lokka úr svo kölluðu læknastáli.
- Gatanir í munni.
Skart sem sett er í tungu getur brotið úr tönnum og orsakað vandamál í gómi. Tungan bólgnar mikið eftir að hún hefur verið götuð. Passa þarf upp á sýkingar.
- Ofnæmi á húð.
Ef þú ert að láta gata á þér húðina að þá áttu að hættu að fá sýkingu. Húðin verður rauð, bólgin og gröftur kemur í ljós. Sótthreinsa þarf oft á dag þessar tegundir af götunum.
- Önnur húðvandamál.
Gatanir skilja eftir ör sem geta verið ljót og orsakavaldurinn er ofvöxtur á húð í kringum gatið.
- Ef lokkar rifna úr gati.
Skart getur krækst í föt og annað og rifið niður í gatinu. Stundum þarf að leita læknis ef þetta gerist því það gæti þurft að sauma nokkur spor.
Vertu viss um að þú sért tilbúin til að láta gata á þér líkaman áður en þú æðir út í það hugsanalaust.
Áður en þú ferð og færð þér gat, spurðu sjálfan þig : Vil ég virkilega fjárfesta í líkams-skrauti? Vertu einnig 100% viss um þann stað sem þú velur að láta gata.
Heimildir: mayoclinic.com