Langar mig því að deila með þér nokkrum hugmyndum af sumardagsgjöfum sem geta hjálpað okkur að fara frískari, orkumeiri og kannski í betra formi inn í sumarið :)
Eru þetta jafnframt eitthvað af mínum uppáhalds vörum þessa dagana sem ég held þú gætir orðið hrifin af líka.
Æfingateygjur eða sippubönd eru frábær til að æfa kviðvöðva og ögra púlsinum þegar þú átt annríkt. Mér finnst því ofboðslega sniðugt að eiga svona heima og taka með þegar ég ferðast eða fer upp í bústað. Það má sippa með léttum hoppum eða ögra þolinu með því að sippa hratt í 1 mínútna lotum í senn með 10 sek hvíld inná milli. Æfingateyjurnar eru góðar fyrir kviðæfingar og gera hnébeygjur enn meira krefjandi með því að binda þær fast utan um kálfana og ganga skref til vinstri og til hægri til skiptis.
Face tan water er að vera ofboðslega vinsælt meðal íslendinga enda viljum við svo oft verða brún og sæt á sumrin (en getum ekki alltaf stólað á sólina!) Face tan water er 100% náttúrulegur og lífrænn vökvi sem þú berð á andlitið áður en þú ferð að sofa og gefur húðinni frískara útlit. Margir hafa sagt við mig hvað ég er “fallega frískleg og útitekin” þegar ég nota það en ég nota þetta 2-3 í viku. Þá byrja ég á því að hreinsa húðina vel og set næst nokkra dropa af vatninu í bómull og ber á mig svo “brons” tónninn verði jafn og fallegur daginn eftir. Face tan water fæst í Maí verslun í Garðatorgi eða netverslun þeirra hér.
Flavanone mud er leirmaski sem djúphreinsar húðina og verndar hana fyrir utanaðkomandi áreiti umhverfisins. Maskinn er skemmtilega appelsínugulur á litinn og sé ég mun á svitaholum og fílapenslum eftir að ég nota hann. Ég notaði hann fyrst í 5 daga í röð og sá strax þann mun á húðinni á fyrsta degi að húðin var hreinni og hafði fallegan ljóma. Svo nota ég maskann vikulega að jafnaði. Ég nota oft maskann áður en ég ber á mig Face tan water. Mud maskinn fæst í maí verslun í Garðatorgi eða í netverslun þeirra hér.
Námskeiðið Frískari og orkumeiri á 30 dögum er frábær leið að mæta sumrinu með meiri orku og jafnvel einhverjum kíló léttari ef þess er óskað. Eins og nafnið bendir til er námskeiðið 30 daga áætlun þar sem þú fylgir tilbúnu matarskipulagi og innkaupalistum. Fæðan er samsett til þess að fylla líkamann orku, efla náttúrulega brennslu og vinna gegn sykurlöngun. Maður er algjörlega frískari eftir þessa 30 daga og það besta er að hægt er að taka námskeiðið á þeim tíma sem þér hentar hvort sem þú viljir byrja strax eða taka það rétt áður en þú ferð í sólarlandaferðina. Þetta er vinsælsta námskeiðið mitt þessa dagana! Hér eru aðeins nokkrar reynslusögur þeirra sem hafa lokið námskeiðinu;
„Ég hef meiri orku og líður miklu betur, langar ekkert í nammi eða sykur. Þú undirbjóst mig svo vel undir þessa vinnu, ég á alltaf eitthvað í skápnum. Ég nenni að borða núna, þó svo það kosti smá vinnu. Ég var búin að hugsa um að hætta sykri í langan tíma en þú komst inn á réttu augnabliki. Þetta er miklu auðveldara núna vegna þess að ég hef allar þessar uppsýsingar sem ég get alltaf gengið að. Takk fyrir mig. Ekki spillir fyrir að ég hef misst 8 cm yfir mjaðmirnar...... bara bónus :)" - Kristín Hálfdánardóttir
„Ég er verkjaminni yfir daginn - hjálpað með verki og bólgur - halda líkamanum í standi. Orkan er þannig að ég vakna fyrr á morgna og fer fyrr að sofa. Komin meira jafnvægi í rútínuna hjá mér. Eftir kvöldmat er ég svo södd, sátt og sæl." - Erla
Til að læra meira um námskeiðið getur þú farið hér fyrir ókeypis kennslusímtalið. En með skráningu færð þú m.a uppskrift af drykknum mínum sem vinnur galdur á sykurlöngunina og sykurpróf sem sýnir þér úrræði sem hentar þér til að breyta um lífsstíll.
Uppáhalds te-ið mitt núna lengi hafa verið frá Teatox. Ég fæ mér alltaf hvítt te með mangó á morgnana (pure beauty) eða grænu te-blönduna þeirra (skinny morning) og yfir daginn það sem ég er í stuði fyrir. Ég hef fundið fyrir minni sætindaþörf og góða orku yfir daginn með þessu. Umbúðirnar eru svo fallegar frá Teatox og blöndurnar engu öðru líkar. Ég á nánast öll te-in frá Teatox enda mikil te-manneksja eins og þið sem fylgist með mér á snapchat:lifdutlifulls hafið fengið að sjá með te-úrvalinu heima hjá mér! En þar er ég með te allstaðar að úr heiminum.
Ég mæli með að byrja á te-tvennu frá teatox fyrir sumarið með te fyrir morgnanna sem eykur orku og náttúrulega brennslu og síðan kvöld-te sem róar líkaman fyrir svefn. Te-in frá Teatox fást í Maíverslun í Garðatorgi eða í netverslun þeira hér.
Elsku vinkona og vinur ég vona að greinin hafi hjálpað þér að fá hugmyndir eða gefið þér innblástur að einhverju sem gæti hjálpað þér að hefja sumarið frískari og fit.
Endilega deildu yfir á samfélagsmiðla.
Bloggið er ekki styrkt af Maí verslun en ég er ofboðslega hrifin af búðinni og vildi svo til að það helsta sem mér kom í hug fyrir þessa grein fæst þar!
Heilsa og hamingja,