Við konur þurfum að vera okkar eigin "national wildlife service".
Enginn annar en við sjálfar hugsum um hina viðkvæmu flóru og aðstæður í okkar buxum.
Það er alfarið undir okkur sjálfum komið.
Hérna að neðan (no pun intended) Er flottur listi yfir mat sem að vinnur með þínum leggöngum.
Jógúrt- Hið klassíska fóður fyrir leggöng. Hérna er staðreynd um jógúrt auglýsingar: Þeim er beint í orðsins fyllstu merkingu beint að þínu allar heilagasta. Jógúrt er ekki bara góður fyrir magann vegna þess að hann inniheldur gerla sem hjálpa til við að það sé rétt jafnvægi á viðkvæma svæðinu fyrir innan nærbuxur hjá konum.
Matur sem er hár í Phyto-estrogeni - Eins og t.d Hörfræ og hörfræolía, epli og sellerí ásamt mörgu öðru. Mataræði sem er ríkt af þessu mun svo sannarlega passa upp á að leggöngin séu náttúrulega rök.
C vítamín- Allt sem er ríkt af C vítamíni vinnur með ónæmiskerfinu og þar af leiðandi einnig með þínum leggöngum.
Hvítlaukur- Í menntaskóla þá þekkti ég stelpu sem að tróð hvítlauks geirum inn í ostsneið og setti svo allt saman á kaf í þetta allra heilagasta á sér til að lækna sveppasýkingar. Bara koma því á framfæri að ég gekk í menntaskóla með pönkurum, hippum og sérkennilegum einstaklingum. Það má einnig borða nokkra hvítlauks geira yfir daginn ef þig grunar að þú sért með sveppasýkingu.
Trönuberjadjús- (þessi náttúrulegi án sætuefna) Annað sem er algjör legganga klassík. Þekkt fyrir að bjarga málunum, t.d blöðrubólgu.
Svo auðvitað að passa upp á sykur átið. Sykur er pest fyrir náttúrlega flóru í leggöngum.
Fleiri fróðlegar upplýsingar um efni í sama dúr má finna HÉR.