Og fyrst svo er, gætir þú verið að missa af blettum, röndum og einkennilegum litum sem að gætu verið að gefa í skyn að eitthvað er að í þínum líkama.
Auðvitað kemur ekkert í staðinn fyrir heimsókn til læknis ef grein á kvilla, en ef þú skoðar á þér neglurnar og sérð eftirfarandi afbrigðileika þá geta þeir verið merki um að eitthvað sé ekki í lagi í líkamanum.
Línur á nöglum eru bara góðar ef þær eru lakkaðar á.
Láréttar hvítar línur sem ná yfir alla nöglina, koma í pörum og eru á fleiri en einni nögl eru kallaðar Mucehrkce´s línur.
Þetta getur verið merki um að eitthvað sé að í nýrum, lifur eða vöntun á próteini og öðrum næringarefnum, segir Dr. Agarwal.
“Orsakir þessara lína er talin vera truflun á blóðflæði til naglanna útaf undirliggjandi sjúkdómi” útskýrir Ararwal.
En stuttar hvítar línur eru hinsvegar mjög líklega orsök af meiðslum á nögl. Þannig línur hverfa með tímanum.
Heimildir: shape.com