Hugsaðu vel um sálina. Hún sér um að "Keyra þetta í gang" Bæði það góða og það slæma.
Verum bara við sjálf og hættum að dæma.
Góðan daginn.
Föstudagurinn langi sem er strax orðin of stuttur :)
því ég er á fullu pakka og koma okkur í Páskagírinn.
Hendast upp í sveit ef skaflar og færð leifa.
Njóta og hafa gaman með stórfjölskyldunni.
Ég rakst á þessa mynd í gær.
Og hún fékk mig til að hugsa.
Hættum að dæma :)
Hættum að hugsa ef ég verð svona mjó eins og Stína.
Stína sem kannski hefur alltaf verið að berjast við að halda kílóunum á!
Stína sem berst við sömu sálarkvölina og við í stærri stærðum.
Hættum að dæma fólk eftir vigt.
Ef við bara sættumst við okkur sjálf.
Einblínum á okkur sjálf :)
Ekki vera bera saman líkama sem er allt annað hylki en þér hefur verið úthlutað.
Gerðu þitt besta.
Hugsaðu vel um sálina.
Hún sér um að "Keyra þetta í gang"
Bæði það góða og það slæma.
Ég var aldrei sátt.
Alltaf verið hávaxin tæpir 180cm á hæð.
Vildi vera lítil.
Alltaf verið stór og stundum mjög stór.
Vildi vera "Tæní"
Vildi vera lítil og mjó.
Í dag er ég sátt :)
Meira að segja sést orðið í háhæluðum skóm
Farin að rétta úr bakinu og teygja mig til himins .
Alveg sama .
En það er samt ekki auðvelt að sættast við sjálfan sig.
Jæja hættum að vera pæla í þessu :)
Njótum páska og brosum framan í Páskaeggin okkar.
Lítið Páskaegg bíður mín og ég er sem lítið barn á jólum .
Eigið góðan dag .