Þótti þetta vel við hæfi enda viðfangsefni dagsins rannsókn á sykri, fitu og mataræði nútíma mannsins.
Fram komu einnig nokkur þekkt andlit heilsugeirans þar á meðal Dr. Assem Malhotra, Gary Taubes, Axel F. Sigurðarsson hjartasérfræðingur, prófessor Tim Noakes, Denise Minger og Dr. Tommy Wood.
Eflaust tökum við öll mismunandi þætti til okkar eftir svona dag en mig langaði að deila með þér nokkrum áhugaverðum punktum sem gætu hjálpað þér að ná skilja betur hvað þú getur gert til að viðhalda heilsu, auka orku og léttast.
Dr. Assem Malhotra svaraði þessu með “Ef þú þarft að hreyfa þig til þess að halda þyngdinni niðri er mataræðið rangt” svo já mataræðið spilar meira vægi.
“Kolvetni, unnin kolvetni þá sérstaklega auka insúlin framleiðslu, sem eykur fitu magn” samkvæmt Gary Taubes sem leggur áherslu á að forðast sykur í til þess að viðhalda heilsu og léttast. Minni sykur í mataræðinu styður því við auðveldara þyngdartap og getur hjálpað við ánægjulegri þyngdarstjórnun.
"Þú þarft að hagræða mataræðinu að einstaklingum ekki almenningi," voru flestir talsmenn sammála um þar á meðan Dr. Axel F. Sigurðarson hjartaskurðlæknir sem kom inná mikilvægi heilbrigðs lífsstíls til að fyrirbyggja heilsukvilla og ná bata.
Mögulega, segir Dr. Tommy Wood.
Mér fannst það vera áhugavert, en hann talaði um mikilvægi þess að sinna lífsstílsatriðum eins og samveru með öðrum (félagslegi þátturinn), að fá nægan og góðan svefn, sinna því sem okkur skiptir máli í lífinu, setja okkur markmið, ekki hafa mataræði stöðugt á heilanum og minnka streitu í daglega lífinu ásamt því að sinna reglulegri útivist.
Ég held við ættum öll að vera vör um að við erum öll einstök og því ekkert eitt sem getur virkað fyrir okkur öll í mataræðinu, eins og Dr. Tim Noakes sagði:
“Ef þú vilt vera árangursríkur í hvaða mataræði sem er, vilt þú forðast sykur, flestir þeir sem eru í yfirþyngd eru háðir sykri”.
Þegar skoðað er heilsusamlegri menningarþjóðir er áberandi að tilvist sykurs er lítið sem ekkert. Það þarft þó ekki að vera flókið því eftir ákveðinn tíma frá sykri aðlagast bragðlaukarnir og við förum að njóta betur náttúrulegrar sætu og hreinnar fæðu.
Ég vona að þessir puntar hjálpi þér að skilja betur þennan stundum flókna heim heilsu, ég get ekki beðið eftir að gefa út bók mína í september sem gefur þér leiðarvísi að því að forðast sykur, hvað á að nota í staðinn og innihalda yfir 100 bragðgóðar uppskriftir sem fá líkamann til að ljóma og henta vel í annasaman lífsstíl okkar í dag.
Þangað til getur þú fengið sparkið af stað og komist yfir sykurinn með 5 daga matarhreinsun, margar hafa tekið af skarið með henni síðustu vikur og getur þú fengið ókeypis 1 dags matseðil frá mér hér ásamt hreinsunarprófi.
Ef greinin höfðaði til þín líkaðu við og deildu á facebook og samfélagsmiðlum!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi