En ef sársaukinn er enn til staðar að þá eru hérna nokkrar af þeim ástæðum sem að gætu tengst því að þú finnur fyrir sársauka við samfarir.
Þröng leggöng: Þetta ástand orsakast af krömpum í vöðvum legganga. Þessir krampar eru orsök af hræðslu við verki eða fyrrum áfalli.
Vandamál með leghálsinn: Í samförum, þegar limurinn er kominn vel inn að þá getur hann náð alla leið upp í legháls. Legháls vandamál eins og sýkingar geta orsakað sársauka þegar limurinn snertir hann.
Vandamál með legið: Vandamál eins og bandvefsaukning getur einnig verið ástæða fyrir sárauka við samfarir.
Sýkingar í leggöngum: Það skiptir ekki máli hvers konar sýking er, gæti verið sveppasýking og ef hún er til staðar að þá getur hún orsakað sársauka við samfarir.
Áverki á leggöngum: Leggöng geta orðið fyrir áverkum útaf margskonar ástæðum. Má þar nefna t.d ef að rifnar í fæðingu eða ef þarf að klippa á í fæðingu. Þetta getur orsakað sárauka í samförum.
Endometriosa: Þær aðstæður sem að orsaka endometríósu (vefur sem að fóðrar legið) til að vaxa fyrir utan legið og orsakar þannig sársauka við samfarir.
Vandamál með eggjastokkana: Þetta vandamál getur verið út af blöðrum á eggjastokkum. Og orsakar þá sársauka við samfarir.
Breytingaskeiðið: Á breytingaskeiðinu verða leggöngin oft afar þurr og ef að ekki er bleytt í þeim að þá eru samfarir afskaplega sársaukafullar.
Kynsjúkdómar: Kynsjúkdómar eins og herpes, kynfæravörtur og fleiri geta líka orsakað sársauka við samfarir.
Heimildir: healthmeup.com