Undanfarin 12 ár hef ég fengið fólk til mín í næringarráðgjöf. Þetta hafa verið einstaklingar sem hafa verið í fínu formi og viljað bæta um betur, einstaklingar upp á 150 kg., með BMI langt yfir 35 og einstaklingar þar á milli.
Með skrifum mínum hér er ég ekki á nokkurn hátt að gera lítið úr því alvarlega vandamáli sem offita á Íslandi er enda benda skrif mín og viðtöl við mig í blöðum, sjónvarpi og útvarpi til þess að skilningur minn á stærsta vandamáli Íslandssögunnar sé svo sannarlega til staðar. Ég vil gjarnan gera meira úr þessu alvarlega vandamáli okkar en margur annar og þá sérstaklega margir af okkar áhrifamestu stjórnmálamönnum.
Fyrir rúmu ári síðan sá ég frétt í miðlum þess efnis að ung kona hefði misst um 55 kg af líkamsþyngd sinni. Ég hef áður fjallað um þessa ungu konu en pósta þessu hér því ég veit að þessi grein mun enn á ný vekja upp von hjá fólk sem hana hefur misst.
Þegar ég sá fréttina fyrst þá fannst mér hún áhugaverð og ekki síður fyrir þær sakir að í útdrætti fréttarinnar koma fram að þyngdarmissirinn hefði tekið hana rúm 5 ár. Ég skoðaði fréttina alla og hlustaði agndofa á það sem þessi fallega kona hafði að segja.
Einstaklingurinn sem hér um ræðir er Karen Anna Guðmundsdóttir og fyrir mig var hún sem himnasending. Loksins þorði einhver að segja frá "raunum" sínum opinberlega þar sem flest var gert rétt út frá næringarfræðilegu sjónarhorni. Það varð því ljóst að ég bara varð ég að fá frekari upplýsingar um hvernig þetta fór allt saman fram hjá henni þessi 5 ár eða svo.
Ég hitti svo Karen yfir kaffibolla og hún sagði mér allan sannleikann!
Ég gæti skrifað heila bók um hversu rétt á allan hátt þessi ótrúlega kona fór að þessu en hér mun ég stikla á stóru
Þrír þættir hafa vegið þyngst í hreint mögnuðum árangri Karenar:
Látum nú þessa frábæru fyrirmynd vera akkúrat það! Karen Anna er dæmi um að allt er hægt ef viljinn er til staðar þegar kemur að því að lýsa yfir stríði gegn offitupúkanum. Hættum að stytta okkur leið með ofneyslu á alls kyns vitleysu eins og próteinsjeikum, CLA, L-karnitíni, efedríni, sterum, kókosolíu hitt og þetta, lífrænu hitt og þetta, Metasys ruglinu, koffíntöflum og öðrum slíkum brennslubulltöflum, 600 kcal kúrnum, 800 kcal kúrnum.............1200 kcal kúrnum, safakúrnum, detox-blaðrinu, hreinsi hitt og þetta kúrnum og förum að borða venjulegan mat þar sem áhersla er lögð á réttar skammtastærðir og rétt máltíðarmynstur.
Það er akkúrat enginn afsláttur í árangri og það á sérstaklega við þegar kemur að því að ná tökum á þyngdinni --> við styttum okkur ekki leið að takmarkinu!
Steinar B.,
næringarfræðingur
www.steinarb.net
Þessi pistill er eign höfundar og má hvorki afrita hann né nota efni hans án leyfis.