Innrásin á augnhárin.
Það fer örlítið eftir því hversu gamall eða gömul þú ert en það er ansi líklegt að þú sért með augnháramaur. Þessar pínulitlu skepnur lifa á gömlum húðfrumum og náttúrulegum olíum (sebum) sem eggbú augnhársins framleiðir.
Þessir litlu og ljótu maurar eru alveg skaðlausir en hafa í fáeinum tilvikum orsakað ofnæmisviðbrögð.
Augnhára maurinn vex rétt um þriðjung úr millimetra og er næstum gegnsær og það er ekki hægt að sjá þá með berum augum.
Prufaðu að setja augnhár eða hár úr augabrún undir smásjá og þá muntu sjá þessa maura ef þeir eru til staðar.
Um helmingur af öllu mannfólki í heiminum hefur þessa augnháramaura. Helst er þá samt að finna hjá eldra fólki.
Heimild: theguardian.com