Fara í efni

Skemmtilegar staðreyndir um mannslíkamann - skynfærin

Hérna eru þrjár skemmtilegar staðreyndir. Það er alltaf gaman að fræðast um mannslíkamann.
barn lyktar af blómi
barn lyktar af blómi

Hérna eru þrjár skemmtilegar staðreyndir. Það er alltaf gaman að fræðast um mannslíkamann.

Vissir þú að ef þú borðar of mikið að þá er heyrnin ekki eins góð?

Ef þú ert að fara á tónleika eftir að hafa borðað stóra máltíð að þá er betra að sleppa því. Borðaðu  minna ef þú vilt hafa heyrnina fullkomna fyrir tónleika og álíka samkomur.

Konur fæðast með betra lyktarskyn en karlmenn og þannig er það alla ævi.

Kannanir hafa sýnt að konur eru nákvæmari í því að geta sér til um lyktir. Konur gátu giskað nákvæmlega á lykt af sítrus, vanillu, kanil og kaffi. Á meðan konur eru betri í að finna lykt en karlmenn að þá eru því miður sumir sem finna enga lykt. En um 2% af mannkyninu hefur ekkert lyktarskyn.

Hver og einn einstaklingur hefur sína eigin líkams lykt, fyrir utan eineggja tvíbura.

Nýfædd börn þekkja móður sína á lyktinni og margir þekkja maka sinn einnig af lyktinni einni saman. Hluti af þessari lykt er skilgreind út frá genum en einnig hefur umhverfið áhrif á hana, ásamt mataræði og auðvitað hreinlæti.

Fróðleikur í boði Heilsutorg.is