Hér á eftir eru nokkrar áhugaverðar og skemmtilegar staðreyndir um sæðisfrumur, lestu áfram og finndu út hvernig þú lesandi góður getur aukið á magn sæðisfruma hjá þér.
Ef þú ert að telja kaloríur þá ættir þú að vita að matskeið af sæði inniheldur 20 kaloríur. Sæði inniheldur einnig fitu og kólestról.
Næringargildi.
Sæðisfrumur eru byggðar upp af háu hlutfalli af próteini og kolvetni, en það inniheldur einnig fitu, zinc og kalk sem hjálpar til við að halda tönnunum heilum. Viljir þú auka magn sæðisfruma hjá þér þá skaltu auka á prótein inntöku.
Þunglyndi.
Þú getur barist á móti þunglyndi með sæði. Það er afar sjaldan rætt en konur sem "neyta" sæðis geta dregið úr hættunni á að verða þunglyndar. Sæði inniheldur líka efni sem heitir spermophagia sem ýtir undir gleðigenið.
Brjóstakrabbamein.
Skortur á kynlífi er ein orsökin fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli. En vissir þú þetta? Ef þú neytir sæðis þá getur þú komið í veg fyrir brjóstakrabbamein. Hérna er komin góð ástæða til að krydda upp kynlífið.
Húðin.
Efnið spermidine sem sæði inniheldur hefur verið þekkt fyrir að hægja á öldrunar ferlinu. Spermidine ver frumur, einnig gegn skemmdum með því að auka á blóðfrumur. Þetta efni hefur verið prufað á músum og flóm og það eykur á langlífi. En sæði getur haft þann leiða ókost að orsaka sveppasýkingar fyrir konur, svo umfram allt, hreinlæti skiptir miklu máli eftir að kynlíf hefur verið stundað.
Hvernig er sæði á bragðið?.
Það er ekkert bragð af sæði en það fer samt eftir mataræði og lífsstíl því sæði getur átt það til að bragðast illa. Borðaðu mikið af ferskum mat, grænmeti og ávextir eru góðir til að halda sæði heilbrigðu og bragðlausu.
Sæðisfrumu fjöldi.
Sáðlát inniheldur aðeins um 5 % af sæðisfrumum og er það ástæðan fyrir því að svo mörg hjón og pör eiga erfitt með að eignast barn. En gæði sæðisfrumanna skiptir einnig miklu máli.
Ofnæmi fyrir sæði.
Karlmenn sem eru ný búnir að fá fullnægingu geta fundið fyrir einkennum sem minna á flensu, eins og t.d þreytu, hita og nefrennsli. En þetta eru ofnæmiseinkenni. Fyrir konur að þá lýsir þetta sér þannig að leggöng verða rauð og bólgin. En það er til meðferð við þessu.
Hversu lengi lifir sæðið?
Sæðisfrumur geta lifað í líkamanum þínum allt frá tveimur til fimm daga, það fer eftir því hvar þú ert í tíðarhringnum.
Ef það verður ekkert sáðlát.
Vissir þú að ef sæðisfrumur eru ekki í sæði eftir fullnægingu að þá safnast þær aftur saman í líkamanum. Engin sæðisfruma verður útundan.
Heilbrigðar sæðisfrumur.
Til að sæðisfrumur séu sem heilbrigðastar þá verður að draga úr hita við eistun, hitinn þar á að vera 7° lægri en líkamshiti. Passaðu að krossa ekki á þér fæturnar og alls ekki vera í þröngum nærbuxum.
Sæðisfrumur og hvert þær eiga að fara.
Jafnvel þó að sæði innihaldi efni sem leiðbeinir þeim að þá kemur of oft fyrir að þær rata ekki á réttan stað. Sæðisfrumur synda yfirleitt í hringi og afar fáar ná því að synda þessa dimmu leið í átt að egginu.
Sæðisfrumur og útlit þeirra.
Okkur er kennt að sæðisfrumur hafi hringlaga haus og langan hala. En enginn af þeim er eins. Sumar sæðisfrumur hafa tvö höfuð, lítil höfuð, stór höfuð, engann hala eða brotinn og beygðan hala.
Sáðlát.
Þessi staðreynd er eðlileg og er ekki til að lækka sjálfsálit hjá þér sem karlmaður, flestir karlmenn fylla aðeins teskeið af sæði við sáðlát.
Sæðisfrumu magn.
Í einu sáðláti eru um 200 milljón fruma á sundi. Samt ekki örvænta ef þú ert að reyna að eignast barn. Þó svo sæðisfrumurnar hafi ekki kort í hendi og villist oft að þá eru alltaf nokkrar sem berjast áfram og enda á réttum stað.
Allt árið um kring.
Framleiðsla á sæðisfrumum er allt árið. Eftir því sem karlmenn eldast verður heilbrigði frumanna minna.
Sæðisfrumu framleiðslan.
Þó svo sæðisfrumur komi út í milljónum í einu sáðláti að þá tekur það tvo mánuði að búa til næsta tilbúna skammt. En framleiðslan er alltaf í gangi svo ekki örvænta, það er lager, þannig að þú þarft ekki að bíða í tvo mánuði eftir næsta fullkomna tilbúna skammti af sæðisfrumum.
Heimild: healthmeup.com