Góðan daginn.
Jæja það er snemma vaknað á þessum bæ.
Hér er verið að fara í Thorpe park.
Og börnin að springa úr spenningi.
Risa skemmtigarður rétt utan við London.
Og mikil gleði.
Gærdagurinn börnin fengu að ráða og vildu fara niður í bæ .
Og mamman sem kemur oft til London hefur varla stigið fæti þar niður í langan tíma...hvað þá rölt Oxford street að sumri með öllum túristunum í heiminum
Dúddamía....þvílíkt stappa.
En pínu stemming samt.
ALLAR búðir skoðaðar.
Og ég andaði að mestu inn og út og hélt rónni.
Þvílíkt labb og lítið um að hvíla sig
Matarlega séð alveg í lagi
Morgunmaturinn "Sollu" múslí að heiman .
Með Kíví og Kirsuberjum.
Kirsuber eru eitt af því albesta í heimi hér.
Kaffið og svo er spænt af stað.
Hádegið í gær var frá Bella Italia .
Börnin vildu Ítalskan mat.
Þetta er veitingastaður sem er útum allt London.
Góðar Pizzur og Ítalskur matur.
Mín Pizza var af hollari matseðlinum.
En því miður get ekki mælt með henni.
Botninn úr einhverju þurru ...og smakkaðist eins og gamalt ristabrauð.
Svo borðaði ekki nema rétt af botninum og allt sem á henni var.
En börnin fengu góðan mat
Kvöldmaturinn var spes.
Boost með Mango/Banana/Jarðaberjum
Og léttur ís úr vél ...smá trít á heitu flottu kvöldi
Sá veitingastaður er svona Ameríkst diner þema.
Vöflustaður og algjörar hnallþóru bombur bornar fram þar
Voða vinsælt hjá unga fólkinu í úthverfinum .
Nú svo var náttúrlega verslað en ekki hvað
Haustið að detta inn í búðirnar.
Dúddamía allar flottu peysurnar sem eru að koma....gallabuxur tröllríða öllu.
Og fékk ég mér einar æði í Tall deildinni í Top shop.
Alsæl fyrsta sinn sem ég passa í buxur úr þeirri búð á ævinni .
Svo var bara allt skannað og útpælt fyrir veturinn.
En flottustu búðirnar í London klárlegahttp://www.urbanoutfitters.com/uk/catalog/category.jsp?id=WOMENS-EU
Þar þarf ég að halda að mér gleðinni og anda inn og út.
Gæti verslað bara þarna .
HM stendur fyrir sínu varla meira en það .
Primark verður bara stærra og stærra battery.
Jæja best að fara stússa sig til og striga skó á fætur .
Nú tekur við dagurinn sem ég hef kviðið fyrir.....að horfa upp á börnin í kolbrjáluðum tívólí tækjum .
Njótið dagsins.