Vitað er að sólin getur valdið sortuæxlum. Sólböð barna og unglinga virðast vera sérstaklega hættuleg.
Ljósabekkir eru einnig mjög hættulegir. Enginn ætti því að fara í slík ljós, sérstaklega ekki börn og unglingar yngri en 18 ára. Þessar ráðleggingar eru einkum mikilvægar fyrir þá sem kunna að hafa aðra áhættuþætti.
Hér var sortuæxli fjarlægt af nefi
Ef farið er í sól, hérlendis eða erlendis, skal nota sterka sólarvörn, að minnsta kosti SPF 25 (Sun Protective Factor) sem ver bæði fyrir A og Bgeislum en gæta þess samt að vera ekki lengi í sól í einu.
Hér má sjá sortuæxli í nögl og á húð
Ósamhverfa: Sé blettinum skipt í tvennt, langsum eða þversum, eru helmingarnir ekki eins.
Óreglulegir kantar: Ytri kantur sortuæxlis er oft ekki jafn heldur óreglulegur.
Litur: Algengast er að fæðingarblettir séu einlitir og þá oftast ljósbrúnir en sortuæxli geta verið af hvaða lit sem er og oft
marglit.
Breyting: Blettir sem eru að stækka og/eða litur að breytast.
Þvermál: Mörg sortuæxli eru stærri en 6 millimetrar. Þessi regla er þó alls ekki óyggjandi.
Sé eitt eða fleiri þessara atriði til staðar getur það bent til sortuæxlis og er þá rétt að leita læknis.
Heimild: krabb.is