Sektarlaus jól sem Júlía heilsumarkþjálfi og næringar- og lífstílssráðgjafi Lifðu til fulls heldur.
Á námskeiðinu er kennt að búa til fljótlega og bragðgóða hráköku. Ásamt því læra þátttakendur um æskileg sætuefni og óæskileg, lykil innihaldsefni og mikilvægi réttrar samsettningar í hrákökugerð.
Hér eru nokkur ummæla frá síðasta námskeiði:
„Sé fram á að geta gert þessar kökur heima og vanið fjölskylduna á hollari lífsstíl”
Sóley Jóhannesdóttir
„Allt námskeiðið stóð uppúr fyrir mig og ávinningur þess að geta fengið mér nú heima holla og góða köku. Mæli með námskeiðinu fyrir aðra.”
Elínrós Sigmundsdóttir
„Námskeiðið var skemmtilegt og hjálpaði mér að ná meira jafnvægi á sykurpúkanum.”
Ásdís Baldvinsdóttir
Námskeiðin verða haldin þann 9.desember í Kópavogi og þann 15. desember á Akureyri og munu þau byggjast á fræðslu, sýnikennslu ásamt smakki og það fylgir fallega útfært uppskriftahefti með námskeiðinu
Síðasta námskeið hennar seldist upp fljótt og hægt er að skrá sig hér á meðan sæti bjóðast.